Niðursveifla

Enn mun hægja á efnahagslegum umsvifum í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, samkvæmt nýrri mælingu á samsettum leiðandi hagvísum stofnunarinnar.

Hvar enda þessi ósköp, með nýrri heimskreppu kannski.  Nú þegar hafa margar fjölskyldur á Íslandi lent í miklum greiðsluerfiðleikum og er jafnvel að missa sín heimili.  Þetta hefur leitt til fjölda sjálfsmorða að undanförnu hjá fólki á besta aldri.  Á sama tíma hugsar ríkisstjórnin um það eitt að aðstoða bankana svo menn þar getið haldið sínum ofurlaunum og lúxus.


mbl.is Enn mun hægja á efnahagsumsvifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var allt of mikill hvati í þjóðfélaginu til að kaupa og kaupa, ungt fólk sem aldrei hafði lent í erfiðleikum trúði á að allt mundi ganga upp, þetta sama fólk þarf aðstoð í dag.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt hjá þér Ásdís, það er búin að alast upp heil kynslóð, sem hefur aldrei kynnst öðru en að fá allt fyrirhafnarlaust í hendur.  Þetta fólk er nú í alvarlegum vandræðum og það sem enn alvarlegra er, að fólkið kann ekki að bregðast við á réttan hátt.  Það gerir sömu kröfur og áður um öll lífsins gæði.

Jakob Falur Kristinsson, 10.8.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Sammála þessu. Ég þoldi aldrei ræður Davíðs Oddssona um góðæri og aftur góðæri. Við sem erum öryrkjar sáum alveg í gegnum þetta að það var ekkert góðæri. Vona að unga fólkið rísi upp og mótmæli. Loforðin sem þau fengu hafa verið brotin.

Er verið að æfa dönskuna?

Guð blessi þig og hressi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er ekki hlæjandi að þessu, en það lyktar samt dálítið spaugilega að lesa um Ísland  (þar sem hamingjusamasta fólk jarðarinnar býr) mjög ofarlega á eymdarskalanum.  Ég þekki fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar og get lofað því að þetta fók hefur aldrei getað tekið undir með mærðarhjalinu hans Davíðs.  Þeir eru allt of margir sem þekkja eymdina í einhverri mynd, annað hvort af eigin raun eða sjá hana í kringum sig.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rósa, ég er ekki byrjaður enn að æfa dönskuna og þarf þess ekki.  Því bæði get ég bjargað mér á minni dönsku og svo talar konan sem ætlar með mér reiðbrennandi dönsku.  Því hún vann sem leiðsögumaður hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York í 17 ár og talar því nokkur tungumál.

Jakob Falur Kristinsson, 10.8.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glæsilegt

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita verður öll ferðin glæsileg.

Jakob Falur Kristinsson, 11.8.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband