Ólafur F. Magnússon

Nú hefur Ólafur yfirgefiđ Íslandshreyfinguna og gengiđ aftur í Frjálslynda flokkinn.  Margir í Frjálslynda flokknum hafa látiđ stór orđ falla um Ólaf og hans störf sem borgarstjóri og hef ég gert ţađ.  Nú ţegar Ólafur ćtlar ađ koma til liđs viđ flokkinn á auđvitađ ađ fagna ţví en ekki vera međ nein leiđindi í hans garđ.  Ólafur á mikiđ persónufylgi í Reykjavík sem mun gagnast flokknum vel.  Hann lýsti ţví reyndar yfir ađ hann ćtlađi ađ leiđa lista Frjálslyndra í nćstu kosningum í Reykjavík.  Ţarna var Ólafur full fljótur á sér, ţví ţađ er hiđ nýstofnađ borgarmálafélag Frjálslynda sem rađar á ţann lista.  Hinsvegar finnst mér ađ Ólafur komi vel til greina eins og margir ađrir.

Ég hef starfađ í Frjálslynda flokknum frá stofnun hans, fyrst á Vestfjörđum en seinna hér í Sandgerđi.  Ég hef alla tíđ stutt Guđjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins og ég fagnađi ţví ađ Guđjón skuli hafa bođiđ Ólaf velkominn í flokkinn aftur.  En ţađ eru ţví miđur ekki allir sáttir viđ ákvörđun Guđjóns og óttast ég ađ nú komi upp ein leiđinda uppákoman í flokknum, eins og skeđi ţegar Margrét Sverrisdóttir hćtti.  Ef Margrét hefđi ekki hćtt vćri flokkurinn nú međ 10 ţingmenn í stađ 4ja.  Ţćr eru margar flokkamellurnar í ţessum flokki, Jón Magnússon var t.d. innsti koppur í búri hjá Sjálfstćđisflokknum, stofnađi síđar Nýtt afl sem ekkert fylgi fékk.  Vinur minn Kristinn H. Gunnarsson var í Alţýđubandalaginu svo í Framsókn og núna í Frjálslynda flokknum.  Guđjón Arnar var í Sjálfstćđisflokknum og orđin varaţingmađur ţess flokks, ţegar hann yfirgaf hann og tók ţátt í ađ stofna Frjálslynda flokkinn međ Sverrir Hermannssyni.  Ég er ekki ađ lasta ţessa menn ţótt ţeir hafi skipt um flokk ađeins ađ benda á ađ endurkoma Ólafur F. Magnússon er ekkert einsdćmi.

Ég tek heilshugar undir orđ Kristins H. Gunnarssonar sem hann ritar á heimasíđu flokksins; "Ađ nú skipti mestu ađ halda flokknum saman."  Ef deilur og illindi byrja aftur innan flokksins vegna komu Ólafs F, Magnússonar ţá hef ég gert upp hug minn og mun segja mig úr flokknum ásamt nokkrum sem viđ mig hafa talađ undanfariđ.  Ég fékk alveg nóg ţegar deilurnar voru viđ Margréti Sverrisdóttur.  Ég ţoli ekki fleiri uppákomur í flokknum sem enda alltaf međ leiđindum og fylgistapi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband