Ein saga í viðbót af hreppstjóranum

Þegar við vorum í sumarhúsunum í Þýskalandi ákváðum við að fara og aka upp Rínardalinn til staðarins Rudesheim sem er þekktur fyrir mikinn gleðskap.  Við ókum til borgarinnar Koblence sem stendur við mynni Mósel-árinnar.Þegar við komum þar að fyrstu gatnamótum og ég var á undan, þá uppgötvaði ég að ég væri á rangri akrein, sú sum ég var á lengst til vinstri lá inn í borgina.  En til að komast framhjá borginni urðum við að vera á akrein lengst til hægri og þarna á milli voru fjórar akreinar.  Ég gaf allt í botn og fór yfir á réttu akreinina og Hreppstjórinn kom á eftir vorum við rétt sloppnir þegar græna ljósið kom.  Þá var ekið upp Rínardalinn og víða stoppað.  Það var því komið kvöld þegar við komum til Rudesheim en þar áttum við pantaða gistingu.  Því var ekkert um annað að ræða en koma farangrinum inn á hótelherbergin og fara síðan í gleðskapinn.  Hreppstjórinn var að drepast úr þynnku alla leiðina og spurði oft hvort ekki væri í lagi að fá sér einn bjór.  Ég sagði honum að í Þýskalandi væru þeir mjög strangir og ekki þorandi að fá sér bjór.  Rudesheim er nánast ein gata og full af skemmtistöðum.  Við settumst inn á einn slíkan og drukkum nokkuð stíft, eftir smá stund vildi Hreppstjórinn fara og skoða bæinn.  Hann vildi ekkert á mig hlusta þegar ég var að segja honum að það væri bara þessi eina gata og annað væri ekki að sjá.  Þá rauk hann í fússi upp á hótel og krakkarnir mínir fengu að vera samferða.  Við hjónin sátum þarna fram á nótt og fórum þá á hótelið.  Morguninn eftir þegar maður var að ná úr sér þynnkunni með góðum morgunmat, kom Hreppstjórinn og sagði að þau væru búin að finna braut með kláfum og hann færi yfir allar vínekrurnar.  Hann vildi endilega fá okkur með en ég nennti ekki en krakkarnir og konan fóru.  Þegar þau komu til baka fórum við að taka saman okkar dót og koma því í bílanna og gera upp hótelið.  Síðan var ekið af stað, nú vildi Hreppstjórinn vera á undan og ók ansi greitt og stoppaði lítið og þá mjög stutt í hvert skipti.  Hann var greinilega á hraðferð og um kvöldið vorum við komin aftur í sumarhúsin.  Hreppstjórinn bauð okkur inn og náði í vodkaflösku og skellti á borðið og sagði síðan;  "Jæja þá er þetta ferðalag afgreitt og nú er komið föstudagskvöld og helgin framundan og óhætt að fá sér hraustlega í glas."  Við hjónin vorum orðin dauðþreytt og drukku bar eitt glas hvort og fórum síðan í okkar bústað til að sofa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband