Frjálslyndi flokkurinn

Nú fer Jón Magnússon hamförum í skrifum sínum. varðandi Ólaf F. Magnússon og inngöngu hans í Frjálslyndra flokkinn.  Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst framkoma Jóns í máli Ólafs ekki vera sæmandi fyrir mann sem er þingmaður flokksins.  Jón lætur eins og hann eigi flokkinn og ráði þar öllu.  Það vita flestir sem vilja vita að innkoma Jóns og félaga hans úr Nýju afli varð til þess að deilur spruttu upp milli flokksforustunnar og Margrétar Sverrisdóttur, sem varð til þess að Margrét yfirgaf flokkinn.  Varaformannskjörið var ekki ástæðan heldur Jón Magnússon og þetta kostaði flokkinn það að í stað 8-10 þingmanna urðu aðeins 4 þingmenn.  Allt frá stofnun flokksins hefur kjölfesta hans verið á Vestfjörðum.  Í fyrstu kosningunum náði Guðjón Arnar Kristjánsson kjöri og kippti með sér Sverrir Hermannssyni, sem uppbótarmanni.  Það sama skeði í síðustu kosningum að fylgi Guðjóns Arnars á Vestfjörðum kippti a.m.k. einum uppbótarmanni inn á þing.  Hvernig ætlar flokkurinn að byggja sig upp ef neitað er að taka við nýjum flokksmönnum.  Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl og vitleysu.  Hvort sem Jóni Magnússyni líkar það betur eða verr, þá á Ólafur F. Magnússon mikið persónufylgi í Reykjavík, sem mun nýtast mun flokknum vel.  Þegar Jón Magnússon gekk til liðs við flokkinn þá fylgdu honum nokkrir einstaklingar en það er aðeins brot á við persónufylgi Ólafs F. Magnússonar.  Sem betur fer eigum við sterka forustumenn sem eru þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður og Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður og ég teysti þeim 100% til að taka rétt á þessum málum og hafa hagsmuni flokksins að leiðarljósi.  Hinsvegar skil ég ekki hvað vakir fyrir Jóni Magnússyni með því að koma af stað illindum innan flokksins með skrifum sínum.  Gekk hann í flokkinn til þess að eyðileggja hann?  Ég hef alltaf haft talsverðan fyrirvara á Jóni því í hjarta sér er hann hreinræktaður sjálfstæðismaður og væri sennilega best geymdur þar.  Ef Jóni tekst að koma af stað deilum og leiðindum innan flokksins, þá liggur ljóst fyrir hvert var erindi hans í Frjálslynda flokkinn.  Ég veit um fjölda manns sem ætla að segja sig úr flokknum ef Jóni tekst ætlunarverk sitt, sem mun þýða mikið fylgishrun í næstu kosningum.  Ég ætla t.d. ekki að starfa fyrir flokkinn á meðan ástandið er svona.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Kannski er Jón "úlfur í sauðagæru." Bara grín.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.8.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ætili það ekki Rósa.

Jakob Falur Kristinsson, 22.8.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú ekki mikill vandi að skilja afhverju menn hafa efasemdir um Láfa þennan, það er nú eins víst að hann fæli frá fleiri atkvæði en hann dregur, jafn andskoti mislukkaður og hann virðist vera.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það eru skiptar skoðanir á því Hafsteinn og fáránlegt ef stjórnmálaflokkur setur takmarkanir á inngöngu.  Er þá ekki um leið verið að óska eftir takmörkum á atkvæðum?

Jakob Falur Kristinsson, 23.8.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hér má sjá svar mitt við þessu máli sem þú fjallar um á svo opinskáan hátt Jakob ef þú hefur áhuga á því. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Búinn að lesa svar þitt Kolbrún og er það mjög gott.  Segir allt sem segja þarf.

Jakob Falur Kristinsson, 25.8.2008 kl. 07:51

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Jakob bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband