Mótmæli

Reykjavíkurflugvöllur VG í Skagafirði mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur að reka innanlandsflugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, að því er segir í fréttatilkynningu.

Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er ekkert einkamál Reykjavíkur eins og sumir virðast halda.  Landsbyggðin á þarna mikilla hagsmuna að gæta.  Það munu koma fleiri mótmæli en frá VG í Skagafirði.  Án þess að ég viti það, þá er það fólkið á landsbyggðinni sem notar flugvöllinn mest.  Þar eru Reykvíkingar í algjörum minnihluta.  Reykjavík er nú höfuðborg landsins og hefur því skyldum að gegna við alla íbúa landsins.  Eða er borgarstjórn Reykjavíkur tilbúinn að fórna því að vera höfuðborg til að getað ráðskast með flugvöllinn.  Við gætu gert t.d. Akureyri, Reykjanesbæ ofl. staði að höfuðborg Íslands.  En þá flyttist öll opinber þjónusta frá Reykjavík til nýrrar höfuðborgar.  Alþingi, ráðuneytin ofl.  Ætli Reykjavík yrði ekki af miklum tekjum í formi útsvars og fasteignagjalda við slíka breytingu.  R-listinn lét kjósa um flugvöllinn en aðeins í Reykjavík.  Nú ætti að kjósa aftur og þá á landinu öllu og sú kosning væri bindandi.


mbl.is VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Heimisson

Mæl þú heilastur Jakob.  Vitna í færslu mína tengdri sama efni:

http://frost.blog.is/blog/frost/entry/625356/  

Þetta er ekki mál okkar borgarbúa... þetta er mál landsbyggðarinnar. 

Frosti Heimisson, 26.8.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kobbi minn, þetta eru aðallega opinberir starfsemnn.

Að vísu er  svo,a ð fólk notar flugið nokkuð frá Bíldó en það minnkar frekar en vex.

Svo þegar tengingin suður verðu betri, mun flugið leggjast af, líkt á á Krókinn.

ÞAr er ekki neinn smá fluigvöllur sem heimtaður var úr ríkissjóði en n´er afar litil notkun á honum.

Mansntu hvað gegngið var fast að ykkur á Bílda og okkur á Tálknó, þegar þeir áPatró töldu SINN völl bestan og ekki væri hannað hægt en lengja og stækka hann en ekkihina?

Nú er sá völlur nánast ekkert notaður og þarf líklega að loka honum með KRossi yfir brautirnar.

Flugstöðvarbyggingin stendur sem óbrotgjarnt minnismerki um ,,EÐLILEGA KRÖFU DREIFBÝLISINS" UM SJÁLFSAGÐAR SAMGÖNGUBÆTTUR.

Þetta er líklega sama sagan h´r í Rvík með flugvöllinn í Vatnsmýrinni.

Bull og þvæla.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.8.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband