Frjálslyndi flokkurinn

Ég skrifaði athugasemd við grein hjá Jóni Magnússyni alþm.  Þar sem hann er að fjalla um inngöngu Ólafs F. Magnússonar í flokkinn.  Ég skrifaði eftirfarandi;

"Hvað sem öllum göllum á Ólafi F. Magnússyni líður, þá á hann mikið persónulegt fylgi í Reykjavík.  Það voru ekki allir á eitt sáttir þegar Jón Magnússon og hans félagar gengu í flokkinn.  Innganga Jóns var ein af aðalástæðum þess að Margrét Sverrisdóttir yfirgaf flokkinn og kostaði okkur nokkra þingmenn.  Guðjón Arnar Kristjánsson, hefur boðið Ólaf velkominn í flokkinn en ekki lofað honum neinu varðandi framboðsmál.  Ég sé ekkert athugavert við að Ólafur komi í flokkinn aftur.  Það ber að fagna hverjum liðsmanni, en ekki blása til ófriðar í flokknum eins og Jón Magnússon er að reyna að gera,  Er virkilega svo komið að Frjálslyndi flokkurinn er lokaður klúbbur nokkurra manna og ekki megi nema ákveðnir aðilar ganga í flokkinn.  Ef svo er þá geta ekki nema ákveðnir einstaklingar kosið þennan flokk.  Þessum skrifum mínum svarar Jón á eftirfarandi hátt;

 

"Það er alveg makalaust hvað sumir snúa staðreyndum á haus eins og þú gerir Jakob Kristinsson.  Í fyrstalagi þá liggur fyrr að Frjálslyndir flokkurinn jók mjög fylgi sitt samkv. skoðanakönnunum, þegar ég og mínir félagar gengu til liðs við flokkinn, en hafði ekki náð inn manni samkv.þ skoðanakönnun í nokkur tíma á undan.  Öðrulagi þá fór Margrét Sverrisdóttir úr flokknum 7 mánuðum eftir að ég gekk í hann eftir að hafað tapað í varaformannskjöri fyrir Magnúsi Þót Hafsteinssyni.  Þess má líka geta að Margrét bauð mig sérstaklega velkominn í flokkinn á fyrsta fundi sem ég sótti.  Í þriðja lagi. er ekki verið að blása til ófriðar, en það er skylda stjórnmálamanna að hafa skoðanir og tjá sig um hana, annars eiga þeir ekkert erindi í pólitík.  Í fjórðalagi er Frjálslyndi flokkurinn ekki lokaður klúbbur, en þeir sem ganga í hann mega ekki vera félagar í öðrum flokkum m.a.  þegar ég vissi síðast var Ólafur F. í Íslandshreyfingunni.  Það er með ólíkindum hvað það hentar sumu fólki eins og þér Jakob að snúa sögunni og sannleikanum á  haus."  Þar sem sá tími er liðinn að hægt sé að skrifa athugasemdir hjá Jóni  Magnússyni varðandi þessa grein.  Þá ætla ég að svara Jóni hér á minni síðu:

1. Það er ekki sæmandi þingmanni að að ásaka félaga sinn um ósannindi eins og þú gerir Jón Magnússon.

2. þú segir að engin geti gengið í Frjálslynda flokkinn, ef hann er í öðrum flokki og er það alveg rétt en ég man ekki betur að þú hafir verið félagsmaður í Nýju Afli þegar þú gekkst í flokkinn og forustumenn hjá Nýju Afli þurftu að skuldbinda sig til að leggja þau samtök niður svo þú og þínir félagar fengjuð að ganga í flokkinn.

3.  Ég sat fundinn á Loftleiðum þegar kosningar í trúnaðarstöður hjá flokknum fóru fram og fyrir þann fund var gífurleg smölun á fundinn og miklar tafir urðu á atkvæðagreiðslu vegna alls þess fólks sem var að ganga í flokkinn.  Nýtt Afl stóð fyrir mikilli smölun á þennan fund og ég fékk símtal frá einum af félögum í Nýju Afli fyrir þennan fund og mér boðið að greitt yrði fyrir mig þátttökugjald og átti ég að hafa samband við viðkomandi aðila og fá í hendur blað um hvernig ætti að kjósa á fundinum.  Þar sem ég er öryrki þurfti ég ekki að greiða þáttökugjald og leitaði því aldrei eftir umræddu blaði.  Heldur greiddi ég atkvæði eftir minni sannfæringu.  Þú varst annar af tveimur fundarstjórum á þessum fundi og þegar þitt fólk var komið inn þá fórst þú að heimta að atkvæðagreiðslan byrjaði.  Ég sá áðurnefnt blað og þar var raðað upp í flestar trúnaðarstöður með fólki úr Nýju Afli og Margréti Sverrisdóttur átti ekki að kjósa sem varaformann.  Það var þetta atriði sem ég átti við þegar ég skrifaði að Margrét hefði farið úr flokknum vegna inngöngu þinnar og þinna félaga enda gerði hún grein fyrir því í ræðu sem hún hélt að loknu kjöri varaformanns.  Þar sagði hún m.a. að félagar úr Nýju Afli væru að yfirtaka flokkinn og hún ætti ekki samleið með þeim og myndi segja sig úr flokknum, sem hún svo gerði.  Hún nefndi einnig að sér hefði brugðið að sjá Jón Magnússon, sem fundastjóra á þessum fundi.  Ég kannaðist við nokkur andlit sem voru að ganga í flokkinn á fundinum og þar mátti sjá gengið úr Heimdalli sem fer á milli flokka til að aðstoða einhvern við framapot í stjórnmálaflokkum.  En hvað um það eftir stendur að ég tel að Ólafur eigi fullan rétt á að ganga í flokkinn aftur en þú ekki.  Auðvitað eiga stjórnmálamenn að láta skoðanir sínar í ljós.  En það eigum við líka að gera sem störfum í grasrót flokksins.  Þetta tal þitt um skoðanakannanir eru bull og vitleysa.  Það lá alltaf ljóst fyrir að Guðjón Arnar næði kjöri í Norðvesturkjördæmi og tæki með sér einn uppbótarmann.

Ég tek að lokum undir þín orð Hr. Jón Magnússon, að það er alveg makalaust hvernig sumir snúa sannleikanum á hvolf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband