Fasteignasalar

Mynd 179800 Það sem af er þessu ári hafa 32 löggiltir fasteignasalar skilað inn leyfum sínum til sýslumannsins í Hafnarfirði, sem gefur leyfin út. Ætla mætti að helsta ástæðan sé samdráttur í fasteignasölu en svo er ekki, að sögn talsmanna Félags fasteignasala. Segja þeir aðalástæðuna þá að löggiltir fasteignasalar sjái ekki ástæðu til þess að greiða 100 þúsund krónur á ári hver í eftirlitsgjald þegar sumar fasteignasölur komist upp með að hafa aðeins einn löggiltan fasteignasala en allt að 40 ófaglærða sölufulltrúa.

Þetta er dæmigert fyrir hvað sum lög hér á landi eru vitlaus og mikið rugl.  Alþingi þarf að vanda sig betur við lagasetningar framvegis og breyta þeim lögum sem eru eintóm vitleysa.  Björgvin G. Sigurðsson, viðskiparáðherra;

Stattu þig nú drengur.


mbl.is Fasteignasalar leggja inn leyfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér ótrúlega götótt lagakerfið hjá okkur.  Þar trónir efst á lista lög um kvótakerfið og frjálsa framsalið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:19

2 identicon

Þetta er ekki eini geirin sem þetta er að gerast í.

Mér fynnst það ætti að skylda menn til að vera lærðir smiðir til að vinna við byggingar hér á landi.

Við myndum ekki láta ólærðan lækni kíkja á okkur er það nokkuð.

Ef við myndum setja þær kröfur að smiðir væru lærðir og takmarka fjölda verkamanna við eins og 1 handlangari fyrir svein og 2 á meistara.

Þá myndum við auka gæðin á smíðini. Keyra upp launin. Og þessi (eins og ég vill kalla það) gerfiþörf á innfluttu vinnuafli myndi kverfa.
Þetta myndi jafnframt hægja á uppbyggingu og koma á smá jafnvægi í bygginga geiranum og þá væri heldur ekki þessi lánsfjárkreppa þar sem hún er jú að stóru leiti tilkomin vegna mikilla lánatöku við byggingar hjá verktökum.

Alveg sama á við um fasteigna sala og í raunini allan iðnað og langflesta þjónustu.

Arnar Geir Kárason 29.8.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða helgi kallinn minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband