Landsvirkjun

Rafmagnsmöstur við Sigölduvirkjun. Landsvirkjun vill koma svokallaðri Bjallavirkjun inn í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Bjallavirkjun yrði í Tungnaá, ofar en Sigölduvirkjun og myndi auka afkastagetu þeirrar virkjunar. Einnig myndi virkjun á svæðinu hafa áhrif á aðrar virkjanir á vatnasvæði Tungnaár- og Þjórsár, þar með talið þrjár fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá.

Áfram skal haldi í að virkja og framleiða rafmagn til að selja á útsöluverði til erlendra aðila, sem munu víst bíða í biðröð til að komast í hina ódýru orku Íslands.


mbl.is Landsvirkjun vill Bjallavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Verksmiðjan sem hætt var við í Þorlákshöfn  um daginn og verður sett upp í Kanada, er það dæmi um hve útsalan er stórkostleg á raforkunni hérlendis?

Meira að segja þótt  launin hér á landi hafi lækkað um 35-40%  dugir það ekki til.

Stendur fullyrðingin um útsöluverðið kannski ekki undir nafni?

Hafa skal það sem sannara reynist.

Tryggvi L. Skjaldarson, 5.9.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er löngu vitað að hinn almenni notandi borgar 2/3 raforku hér á landi meðan stóriðjurnar borga 1/3 ég spyr bara er þetta bara í lagi??????????????????

Marteinn Unnar Heiðarsson, 5.9.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tryggvi: Ertu að segja að þú sért bara prýðilega ánægður með verðið sem við fáum fyrir raforkuna? Eða ertu kannski í hópi þeirra sem trúa því að það séu einhver síðustu forvöð að koma íslenskri orku í verð? Eða í hópi þeirra sem trúa því að Alcan og Alcoa-Rio Tinto séu bara svo miklir vinir okkar að þeir bjóðist til að flytja bæði hráefni og afurðir alla þessa leið gegn því að við leggjum til orkuna?

Árni Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Viðskipti eru viðskipti og því betra að gera samning en ekki. Við eigum mikla orku og þó hún sé seld á niðursettu verði þá er hún að gefa okkur tekjur og skapar atvinnu.  Það er enginn vinur í viðskiptum og þeir hjá Alcan og hvað þau nú heita þessi fyrirtæki verða að sjá ávinning af því að koma. Annars fara þeir bara annað. Ofur einfalt. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.9.2008 kl. 16:02

5 identicon

Sæll Jakop.

Ég var að klukka þig.(sjáðu síðuna mína),

Vonandi afsakar þú það.

Hafðu það sem best...ég er að lesa þig...... þó ég kvitti ekki altaf.

Þórarinn Þ Gíslason 8.9.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Tryggvi, það var hvorki verð á raforku eða lá laun sem varð til þess að verksmiðjan sem átti að rísa í Þorlákshöfn verður byggð í Kanada, samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim aðilum sem ætla að byggja þessa verksmiðju.  Ástæðan var einfaldlega sú að þeirra sögn að vinnuafl væri mun stöðugra í Kanada og ef verksmiðjan hefði verið byggð í Þorlákshöfn hefðu þeir þurft að treysta á innflutt vinnuafl.

Það er rétt sem Marteinn segir að hinn almenni notandi greiðir 2/3 af heildarverði seldrar raforku hér á landi er stórir notendur eins og álver ofl. greiða 1/3.  Þetta kalla ég útsöluverð á raforku.  Það er staðreynd að öll orka í heiminum er að hækka í verði.  Þess vegna erum við ekki að tapa neinu þótt eitt fyrirtæki byggi verksmiðju í Kanada í stað Þorlákshafnar.  Eins og ástandið er núna eigum við ekki að gera samninga til langs tíma á sölu raforku.

Jakob Falur Kristinsson, 8.9.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband