Veiðar

Veiðar sem miðast eingöngu við að ná stórfiski úr fiskistofnum geta leitt til þess að stofninn verði til lengri tíma litið samsettur af erfðafræðilega lakari einstaklingum. Þetta er meðal niðurstaðna Daða Más Kristóferssonar, sérfræðings við hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Og samkvæmt tillögum Hafró er allt kapp lagt á að friða smáfisk og veiða helst stóran fisk, en niðurstaða hjá Daða Má Kristóferssyni er þveröfug.

Þetta er enn eitt dæmið um hvað fiskveiðistjórn okkar er mikið rugl og vitneskja lítil.


mbl.is Verra að veiða stóra fiska?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú um að gera að slátra fiskinum rétt áður en hann "hrygnir" því fólki finnst svo gott að fá hrogn og lifur og svo með tíð og tíma eigum við að hætta fiskveiðum því það verður að vera eitthvað eftir fyrir hvalinn til þess að éta, þá má ekki gleyma því að maðurinn er kjötæta það verður að koma honum fyrir kattarnef, því hann er kjötæta því kjötætur stuðla að hlýnun jarðar.  Þetta er boðskapurinn hjá "Náttúruverndar-Ayatollunum" og "Soyjalatteliðinu".  Hvað er eiginlega í gangi í heiminum.  Svo kemur Umhverfisráðherra í sjónvarpinu og "vælir" og óskapast yfir hugmyndum um virkjanir en það kemur ekki múkk frá henni vegna efnistöku ofan við Seljalandsfoss, vegna Bakkafjöruhafnar.  Vantar ekki einhverja samhæfingu í öll hennar störf?

Jóhann Elíasson, 8.9.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

því hefur líka verið haldið fram að hrygning stórra fiska væri margfalt líklegri til að komast upp en hrygning yngri fiska.  Ef sú kenning er rétt, þá á ekki að veiða stóra fiskinn í of miklu magni.

Það er nú ekki nema eitt sem hægt er að segja um umhverfisráðherrann og það er að hún er rugluð.

Jakob Falur Kristinsson, 8.9.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband