Eimskip

Mynd 477937Andrúmsloftið innan Eimskips (Eimskipafélags Íslands hf.) í stjórnartíð Baldurs Guðnasonar, sem hætti sem forstjóri í apríl, var spennuþrungið í nokkra mánuði fyrir aðalfund félagsins í mars á þessu ári samkvæmt heimildum 24 stunda. Baldur jós „fúkyrðum“ yfir aðra stjórnendur fyrirtækisins, eins og einn viðmælenda komst að orði, og voru samskipti æðstu stjórnenda stirð af þeim sökum.

Þá kvörtuðu stjórnarmenn yfir því að vera ekki upplýstir um fjárfestingar félagsins nema að litlu leyti. Aðrir stjórnarmenn deildu hart á Magnús Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann, fyrir að skýra ekki nægilega nákvæmlega frá fjárfestingum félagsins er tengdar voru flugrekstrareiningum og ferðaþjónustu. Voru fundir stjórnar, mánuði fyrir aðalfundinn í mars, spennuþrungnir af þeim sökum.

Auðvitað myndast spenna þegar allt er að fara fjandans til.  En svona framkoma er ekki til að bæta ástandið.  En hluthafar Eimskips ættu núna að anda léttara þegar ljóst er að þeir Björgólfsfeðgar ætla að bjarga Eimskip.


mbl.is Fúkyrði flugu á Eimskipsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki betur en að það hafi verið Björgólfur Guðmundsson sem réð Baldur Guðnason til að stjórna Eimskip. Björgólfsfeðgar eru ekki að standa í þessum ,, björgunaraðgerðum " nema til að bjarga eigin hagsmunum.

Stefán 11.9.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað eru þeir ekki að þessu af tómri góðmennsku.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Landfari

Ef þú hefur lítið sem ekkert að segja um fréttina, slepptu því þá að vera að blogga um hana.

Ef þú vilt endilega endurprenta fréttir sem maður er nýbúinn að lesa, hafðu hana þá aðgreinda frá þínum skrifum og sjálfsögðu verðurðu að geta heimilda því ekki ert þú höfundur að þeim skrifum.

Landfari, 11.9.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki að endursegja fréttir aðeins að vitna í þær.  Ég blogga um það sem mér settur í hug hverju sinni, svo er það val hvers og eins hvort hann hefur áhuga á að lesa það sem ég skrifa.  Hver hefur valið þig Landfari til að hafa eftirlit með blogginu?

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2008 kl. 07:18

5 Smámynd: Landfari

Mynd 477937"Andrúmsloftið innan Eimskips (Eimskipafélags Íslands hf.) í stjórnartíð Baldurs Guðnasonar, sem hætti sem forstjóri í apríl, var spennuþrungið í nokkra mánuði fyrir aðalfund félagsins í mars á þessu ári samkvæmt heimildum 24 stunda. Baldur jós „fúkyrðum“ yfir aðra stjórnendur fyrirtækisins, eins og einn viðmælenda komst að orði, og voru samskipti æðstu stjórnenda stirð af þeim sökum.

Þá kvörtuðu stjórnarmenn yfir því að vera ekki upplýstir um fjárfestingar félagsins nema að litlu leyti. Aðrir stjórnarmenn deildu hart á Magnús Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann, fyrir að skýra ekki nægilega nákvæmlega frá fjárfestingum félagsins er tengdar voru flugrekstrareiningum og ferðaþjónustu. Voru fundir stjórnar, mánuði fyrir aðalfundinn í mars, spennuþrungnir af þeim sökum."

Ég sé nú ekki betur en þetta sé orðrétt endursögn,eða því sem næst, á fréttinni. Meira segja sama myndin hvað þá annað.

Þetta

mbl.isFúkyrði flugu á Eimskipsfundi
getum  við frekar kallað tilvitnun í fréttina eða öllu heldur tengingu.

Málið er að ég hef oftast gaman af að lesa það sem þú skrifar en ég hef ekki tíma til að lesa tvisvar allar fréttir á mbl.is. Þess vegna er ég alveg hættur að lesa bloggið hans Stebba.

Hitt er svo sjálfsögð kurteisi að geta heimilda þegar annara manna texti er tekin beint upp. Annað heitir ritstuldur.

Varðandi spurninguna þína þá er það sá sami og bað þig að hafa eftirlit með blogginu.

Auðvitað myndast spenna þegar allt er að fara fjandans til.  En svona framkoma er ekki til að bæta ástandið.  En hluthafar Eimskips ættu núna að anda léttara þegar ljóst er að þeir Björgólfsfeðgar ætla að bjarga Eimskip.

Landfari, 12.9.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband