Einföld lausn

Nú erum við íslendingar að ganga í gegnum ákveðna erfiðleika í efnahagsmálum.  Ekki má tala um kreppu því það skelfir svo marga.  Geir H. Haarde, forsætisráðherra hefur rætt mikið um að við þurfum að framleiða meira og nýta allar okkar náttúrlindir til þess.  Einhvern veginn fæ ég á tilfinninguna þegar Geir er að ræða þetta þá eigi hann við virkjanir og stóriðju (álver).  Ég er honum sammála að framleiða meira og virkja meira, en ég set samt fyrirvara með álverin sem lausn og vil taka fram að ég er ekki á móti nýjum álverum.  En ég tel að þau dugi ekki ein og sér, þau eru ágæt í bland við aðra framleiðslu.  Hinsvegar nefnir Geir ekki okkar stærstu auðlynd sem nýta mætti betur og þar á ég við sjávarútveginn.  Það yrði gríðarleg innspýting í okkar efnahagskerfi og aukning á útflutningi (framleiðslu) ef við hefðum veiðiheimildir í þorski 250 þúsund tonn næstu 3-5 árin og bönnuðum alfarið að veiða fisk til bræðslu.  Síld og loðnu ætti aðeins að veiða til manneldis sem gefur þjóðarbúinu miklu meiri tekjur en útflutningur á fiskimjöli og lýsi, þó að verð á þeim afurðum sé hátt núna.

Þegar þorskkvótinn var skorinn niður í 130 þúsund tonn var eitt af rökunum fyrir þeirri ákvörðun sú, að þjóðarbúið stæði svo vel að það þyldi auðveldlega þessa miklu skerðingu.  En nú hefur dæmið snúist við og þjóðarbúið stendur illa og þolir því ekki þessa miklu aflaskerðingu.  Það þykir orðið fullsannað að þorskstofninn við Grænland og Ísland sé sá sami.  Við höfum ekki veiðiheimildir við Grænland svo að nú erum við að pína þjóðarbúið til að vernda þorsk sem aðrar þjóðir veiða í stað þess að nýta okkur tækifærið til að veiða meira.  Sama má segja um þorskinn við Færeyjar, trúir fólk því að- fiskur í ætisleit stoppi og snúi við þegar hann kemur að miðlínunni milli Íslands og Færeyja.  Nei hann syndir bara inn í lögsögu Færeyja.  Það sama skeður við miðlínu á milli Íslands og Grænlands.

Þetta er ekki flókinn lausn til að bjarga efnahag Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband