Hundur

„Besti vinur mannsins“ dugar vart til að lýsa Buddy, þýskum fjárhundi í Arizona í Bandaríkjunum sem bjargaði lífi húsbónda síns með því að hringja í neyðarlínuna þegar hann fékk flog.

Þessari sögu trúi ég ekki, þetta er þá einhver undrahundur.


mbl.is Hundur hringdi í neyðarlínuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi þessu. Það er merkilegt hvað hundar eru klárir sérstaklega ef þeir eru þjálfaðir til ákveðins verks við sérstakar aðstæður. Sumir símar eru líka þannig að það er lítið mál að velja númer með hraðvalstökkum. Hundurinn minn, sem var nú ekki neitt sérþjálfaður, fattaði að ég kom alltaf mjög fljótt ef hann ítti á takka til að setja hazard-blikkljósið á í bílnum. Hann gerði þetta ítrekað og mjög fjótlega eftir að ég fór út úr bílnum svo það var ekki tilviljun.

Edda Björk Ármannsdóttir 15.9.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

en sagan er góð

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 10:22

3 identicon

Hundar geta verið ótrúlega greindir og hægt að þjálfa þá til ýmissa verka, ef vilji og þolinmæði er til staðar hjá kennaranum.

Dagný 15.9.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Margur hundurinn hefur bjargað lífi húsbænda sinna . Þetta eru mjög greind dýr og hægt að þjálfa þá til margra hluta. Átti sjálf hund einu sinni .

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Ég skal hundur heita ef þessi saga er sönn. Maður veit þó aldrei, það gerist margt skrítið úti í stóru Ameríku........

Guðrún Una Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 14:22

6 Smámynd: Einar Steinsson

Þessi saga getur hæglega verið sönn og er það líkleg, þetta er einfaldlega dæmi um árangursríka þjálfun. Það er tiltölulega einfalt að kenna hundi að bregðast við á ákveðin hátt við ákveðnum aðstæðum. Flogaköst eða yfirlið eru tiltölulega auðþekkt og hundinum er einfaldlega kennt að bregðast við á ákveðin hátt þegar húsbóndi hans fellur niður, mjög einfalt fyrir góðan þjálfara.

Hundar eru mjög námsfúsir og ótrúlega fljótir að læra og fyrir þeim er þetta leikur sem þeir fá venjulega verðlaun fyrir þegar þeir bregðast rétt við.

Einar Steinsson, 15.9.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit að það er hægt að þjálfa hunda til margra hluta, en að hringja í neyðarlínu ef eigandinn fær flog er þá alveg einstakt og eins og ég segi þá er þetta undrahundur ef þetta er satt.

Jakob Falur Kristinsson, 15.9.2008 kl. 18:34

8 Smámynd: Ómar Ingi

Underdog þá

Ómar Ingi, 15.9.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er falleg frétt, og ábyggilega sönn.   Allavega trúi ég henni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þessi maður er með þennan sérþjálfaða hund til að aðstoða við eitt og annað og er mjög líklega með sérstakan takka á símanum sem nóg er að ýta á einu sinni.

Svona hundar geta meira að segja varað eigandann við ef flog er yfirvofandi, þeir finna það á lyktinni.

Blindra hundum er líka kennt að " hringja á hjálp", og mörgum hundum sem fá vinnu, er kennt allskyns hlutir sem maður gapir yfir.

Þessi saga er alveg örugglega sönn.

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband