Ljósmæður

Samningaviðræður leiddu ekki til samninga í dag. Tæplega sex klukkustunda fundi fulltrúa ljósmæðra og ríkissáttasemjara lauk fyrir skömmu og er annar fundur boðaður klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum bara að ræða málin," sagði Guðlaug Einarsdóttir formaður ljósmæðrafélagsins eftir fundinn.

Arðvitað náðust ekki samningar, því ríkið er ákveðið að semja EKKI við ljósmæður af einhverjum undarlegum ástæðum.  Það var talsvert skrýtið að hlusta á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í þættinum Ísland í dag í gærkvöld.  Hún var að tala fyrir því hvað menntun væri mikils virði og það kæmi bæði þjóðarbúinu  og þeim sem stunda menntun til góða.  Hún fullyrti að þeir sem gengju menntaveginn fengju alltaf betri laun eftir því sem menntunin væri meiri.  Henni var þá bent á ljósmæður en þær þurfa fyrst að fara í gegnum 4 ára háskólanám til að verða hjúkrunarfræðingar og bæta síðan tveimur árum við í námi til að verða ljósmæður og eru þá orðnar með lægri laun en hjúkrunarfræðingar.  Þorgerður Katrín komst í hin mestu vandræði að svara þessu.  En sagði þó að hún sem væri að tala fyrir gildi menntunar og ætti erfitt að vera á móti launahækkun ljósmæðra.  Hinsvegar væri sú deila nokkuð sérstök og hún gæti ekki svarað fyrir fjármálaráðherra.  En hún treysti á að samninganefnd ríkisins fyndi lausn á þessari launadeilu.

Hvað er ráðherrann að meina, hún fullyrðir að aukin menntun skili sér í hærri launum, nema hjá ljósmæðrum þeirra launadeila sé svo sérstök.  Ef Þorgerðu Katrín er að meina það sem hún er að segja og geti ekki talað fyrir hönd fjármálaráðherra.  Þá er hún þó ráðherra í þessari ríkisstjórn og jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ætti auðvelt með að beita sér í ríkisstjórn til að knýja í gegn samninga við ljósmæður.  Ég ætla að vona að ráðherrarnir tali einhvern tímann saman. 

Ef hún gerir ekkert þá er ekki að marka eitt einasta orð sem þessi ágæta kona er að segja og um leið fer hún að vinna gegn eigin stefnu í menntamálum.


mbl.is Samningar náðust ekki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband