Fjárhagsvandræði

Mynd 293165 Erlendar skuldir heimilanna hafa hækkað um 129% á einu ári og eru nú um 245 milljarðar króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar fallið um 43% og er genginu því ekki einu um að kenna hvernig komið er. Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir þeim hafa fjölgað mikið sem leita sér aðstoðar hjá stofunni.

Fólk getur sjálfum sér um kennt, því í góðærinu undanfarin ár hafa fáir sparað.  Fólk hefur keypt og keypt allt það sem því langað til og allt á lánum með dýrum vöxtum.  Ef bíll bilar, þá er honum bara hent og nýr keyptur í staðinn.


mbl.is Stöðugt fleiri leita aðstoðar vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Þeir sem reyndu að spara horfa nú á þann sparnað hverfa ef þeir spöruðu í íslenskum krónum.

Ég veit svei mér ekki hvort maður átti að spara eða kaupa flatskerm eins og hinir.

Kári Harðarson, 17.9.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt hjá þér Kári, það ætti enginn að spara í óverðtryggðum krónum í þeirri verðbólgu sem nú er.

Jakob Falur Kristinsson, 17.9.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég held að mitt litla sparifé sé orðið harla lítils virði.......svo á maður að spara eða spandera?

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, fyndið að sjá fólk, sem hefur haft gríðarlega háar tekjur nokkur síðastliðin ár, farið í ótal utanlandsferðir, stækkað við sig í húsnæði, fengið sér annan bíl o.s.frv. - það bölvar ríkisstjórninni og bönkunum meðan það horfir á fréttirnar í 50 tommu LCD-sjónvarpinu sínu, sem er enn verið að borga með Vísa rað.

Enginn kennir sjálfum sér um, þetta er alltaf einhverjum öðrum að kenna.

Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sko minn mann, bara komin í fjórða sætið meðan ég er í algjörri ördeyðu.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Ómar Ingi

Kemur á óvart NOT

Ómar Ingi, 17.9.2008 kl. 18:41

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tók ekki þátt í þessu ímyndaða góðæri, ég er með allt mitt á hreinu.    Sem betur fer.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:35

8 Smámynd: Haukur Kristinsson

er sammála, en tók smá þátt í þessu, seldi minni íbúð og  keypti stærri og lánið komið í rugl, held að flestir verði að lifa á núðlum næstu mánuði

Haukur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 03:11

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta svokallaða góðæri náði nú ekki til allra, en þetta var kjaftað svo upp að margir töldu sig vera moldríka.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband