Frjálslyndi flokkurinn

Kristinn H. Gunnarsson. „Í fljótu bragði lít ég svo á að vegið sé að formanni flokksins með þessari samþykkt,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, um áskorun miðstjórnar þess efnis að Jón Magnússon verði formaður þingflokksins.

Ég er stuðningsmaður Kristins í þessu máli og strigakjafturinn Eiríkur Stefánsson sem kom með þessa tillögu hlýtur að vita að það er þingflokkurinn sem skiptir með sér verkum en ekki miðstjórn flokksins.  Ég veit ekki hvaða rök ættu að vera fyrir því að skipta um þingflokksformann og það eitt að Jón Magnússon sé þingmaður í Reykjavík dugir ekki.  Það vita það allir sem vilja vita að rætur flokksins hafa alla tíð verið sterkastar á Vestfjörðum og byggjast að mestu á miklu persónufylgi formannsins, Guðjóns Arnars Kristjánssonar.  Svona samþykktir er bara til þess fallnar að koma af stað óróa innan flokksins.


mbl.is Kristinn segir vegið að formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Jakob, ég er búinn að vera í þessu flokk frá upphafi og gekk í hann af hugsjón. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni innan okkar eigin raða. Það er illskiljanlegur óvinafagnaður að fara með svona mál í fjölmiðla. Hjarta okkar slær með hinum dreifðu sjávarbyggðum, sem hafa tapað réttinum til lífsbjargar. Mér finnst aðalatriðið vera að við erum algerlega sammála í pólitík en ekki að  ég sé ættaður af Snæfellsnesi en þú frá Bíldudal. Ég treysti því að þetta fari allt vel að lokum.

Sigurður Þórðarson, 18.9.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér Sigurður.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vissi að við værum það. Eina leiðin til að koma því til leiðar sem við viljum gera er að styrkja flokkinn, við eigum engan annan valkost.

Sigurður Þórðarson, 18.9.2008 kl. 13:53

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við sem störfum í grasrót flokksins eigum ekkert að hika við að láta okkar þingmenn heyra frá okkur ef við erum óánægðir með eitthvað.  Ég skrifa þessum mönnum oft ef ég er óánægður með eitthvað og hefur því verið vel tekið.  Það versta er þegar menn eru farnir að deila sín á milli í fjölmiðlum.  Það gerir ekkert nema fæla fólk frá flokknum.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við erum algjörlega sammála.  Sumir sem mest hafa verið í fjölmiðlum í dag hafa ekki farið með  rétt mál aö öllu leyti. Ef þetta heldur áfram er flokkurinn búinn að vera.

Hvað gengur  mönnum til sem gera svona?

Sigurður Þórðarson, 18.9.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband