Kauphöllin

Mynd 428722Kauphöll Íslands hefur ákveðið að áminna Nýsi hf. opinberlega og beita félagið févíti að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Segir í ákvörðun Kauphallarinnar að Nýsi hafi borið að tilkynna um slæma fjárhagsstöðu félagsins og eins sé ámælisvert að upplýsingar um félagið hafi birst í fjölmiðlum áður en kauphöllin var upplýst um málið.

Nýsir hf. er í raun gjaldþrota og mun þar af leiðandi aldrei borga þessa sekt frekar en aðrar skuldir.  Allar tilraunir til að bjarga þessu félagi hafa ekki tekist og er því ekkert nema gjaldþrot framundan.


mbl.is Kauphöllin áminnir og beitir Nýsi févíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Leigir ekki Reykjanesbær af þessu félagi ?

Sigurður Þórðarson, 18.9.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei það er annað félag sem er eignahaldsfélag um fasteignir.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 10:32

3 identicon

Í Hafnarfirði liggur togari sem heitir REX og er hann í eigu dótturfélags Nýsis hf . Skip þetta var keypt í Noregi fyrir rúmum tveim og hálfu ári síðan á um 270 milljónir. Var farið með skipið til Póllands í breytingar fyrir Makríl veiðar við Afríku og eftir þær breytingar var verð skipsins komið í um 1200 milljónir. Enn því miður þá var vitið svo lítið hjá þeim sem stjórnuðu verkinu að það gleymdist að taka frystigetuna í skipinu með í reikninginn þannig að þegar á miðinn var komið þá hafðist ekki einu sinni upp í vextina af lánunum þó fryst væri með fullum afköstum allan sólarhringinn árið út. Ef annað er í sama dúr þá er ekki skrýtið þó illa sé komið fyrir Nýsir og öðrum útrásar fyrirtækjum í þessu landi.

Jon Mag 18.9.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já því miður hafa mörg útrásarverkefni hjá Nýsir hf. farið illa og oftast vegna slæms undirbúnings.  Svo kallar þetta fyrirtæki sig ráðgjafafyrirtæki og býður fram þjónustu sína til fyrirtækja í sjávarúitvegi.  En er ekki fært um að klára sín eigin verkefni.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband