Dýr leiga

Rúmlega 400 starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa komið sér fyrir í nýju húsnæði í Borgartúni 10-12. Borgin leigir húsnæðið af Höfðatorgi hf. sem er í eigu byggingafélagsins Eyktar og eru leigugreiðslur á mánuði tæplega 34,5 milljónir króna. Leigugreiðslur á einu ári nema 413,6 milljónum.

Af hverju byggir borgin ekki yfir sína starfsemi í stað þess að vera að leigja húsnæði fyrir stórfé.  Aðeins nokkurra ára leiga dygði til að byggja álíka hús og nú er verið að taka á leigu.  Eða er verið að bjarga einhverjum gæðingum hjá Sjálfstæðisflokknum.?


mbl.is Ársleiga í Borgartúni 414 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta virðist helspillt, eins og flest þessa dagana

Gullvagninn 19.9.2008 kl. 07:27

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt hjá þér Tryggvi, þetta húsnæði hefði fengist keypt fyrir lítinn pening miðað við leigu upphæðina.  Þetta er spilling á hæsta stigi.

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2008 kl. 07:59

3 identicon

Það er naumast hvað þið félagarnir hafið mikið vit á þessu öllu saman!!!

Fyrir það fyrsta þá leigði borgin þetta húsnæði ekki fyrir 2 árum síðan.

"Heildarhúsaleiga á fermetra, með innréttingum og búnaði er nú 2.753 krónur, með virðisaukaskatti."

Það þýðir að leigan er ekki nema 2.211 kr án vsk á fermetran. Ég skora á ykkur ágætu herramenn hér að ofan að finna nýtt húsnæði í Reykjavík sem er nægilega stórt og er ódýrara.

Það er ágætt að benda einu sinni enn á frumgreinina

"Áður en borgin tók við húsinu þótti nauðsynlegt að gera ákveðnar breytingar auk þess sem keypt voru húsgögn, innréttingar og fleira en samtals nam kostnaður vegna þess 840 milljónum króna. Þá fjárhæð reiddi borgin ekki af hendi til Eyktar heldur leggst sá kostnaður ofan á leiguverðið, 483 krónur á hvern fermetra."

Segjum að þessar 483kr séu með vsk og þá eru þær 388kr. Leiguverð á fermetra án vsk (enda það sem allir leigumiðlarar gefa upp) er því ekki nema 1.823 kr fyrir splunkunýtt húsnæði á besta stað í bænum.

Vinsamlegast röflið meira og komið með fleiri samsæriskenningar en ég sé ekki betur en að þarna sé virkilegt aðhald í gangi í fjármálum borgarinnar.

Bestu kveðjur,

Villi

Villi 19.9.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðurstaða: Ég byggi mér hús og leigi það af sjálfum mér. Eftir 5-6 ár á ég húsið skuldlaust!

Get ég fengið lóð hjá borginni og samið við þennan ódýra verktaka um að byggja það fyrir mig?

Mér sýnist að einhver skekkja sé falin í þessu dæmi. 

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 09:50

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég ætla nú bara að vitna í Hrólf Jónsson, sviðstjóra, framkvæmda- og eignasviðs í Morgunblaðinu í dag.  Þar segir að  hann telji mun hagstæðara fyrir borgina að eiga húsnæði en leigja en það hafi bara ekki verið lóð á lausu fyrir svona stóra byggingu og því þurft að leigja.  Einnig kemur fram hjá honum að sú lóð sem þetta hús stendur á var í eigu borgarinnar en seld Eykt árið 2000.  Borgin hafi síðan ekki fyrr en 2005 farið að kanna með lóð fyrir þessa starfsemi.  Það má síðan velta þeirri spurningu upp hvort ekki var sama þörf fyrir svona hús árið 2000 og 2005.  Þetta er bara hreinræktuð einkavinavæðing.  Borgin selur Eykt lóð svo Eykt geti byggt hús til að leigja borginni.  Hvar er svo skekkjan í þessu dæmi þegar allt er skoðað Árni?

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2008 kl. 10:43

6 identicon

Þið eruð að fara villur vegar með að bera saman byggingarkostnað á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.

Atvinnuhúsnæði er yfirleitt umtalsvert dýrara og fellst munurinn í raf- og tölvulögnum.

Þumalputtareglan á fasteignamarkaði er að leigan á að greiða upp verðið á húsnæðinu á 120-140 mánuðum.

Eigandi eignarinnar sér um að greiða allt viðhald, sér um að borga tryggingar, sér um fasteignagjöld ofl.

Mér finnst enn og aftur að Reykjavíkurborg sé að gera góða hluti með að leigja þetta húsnæði.

Villi 19.9.2008 kl. 11:11

7 identicon

Villi: Þó gefur semsagt lítið fyrir orð sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs sem telur hagstæðara fyrir borgina að eiga frekar en að leigja húsnæði?

Karma 19.9.2008 kl. 11:47

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég tek undir orð Karma og finnst furðulegt að þú skulir reyna að  verja þessa vitleysu Villi.  Til hvers þurfti Eykt að koma að þessum húsnæðismálum borgarinnar, þar sem borgin átti lóðina hefði nú verið skynsamlegra að borgin byggði húsið og ætti það.  Trúir þú því að Eykt hafi ekki talsverðan hagnað af þessu ævintýri.?

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2008 kl. 06:14

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er aðferðir sem stjórnmálaflokkar nota í dag til að færa fé almennings yfir í hendur á "réttum" aðilum. Um þetta snýst pólitíkin í dag og því vel skiljanlegt hvers vegna það er svona mikilvægt fyrir hin pólitísku öfl að fá að ráða ... sama hvað það kostar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.9.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband