Mótmæli

Þúsundir vinstrisinnaðra mótmælenda lentu í átökum við lögreglu í Köln í Þýskalandi í dag, eftir að þeir höfðu reynt að stöðva samkomu hægri-öfgasinna, sem lögreglan síðan bannaði. Vildu hægrimennirnir mótmæla svonefndri „íslamsvæðingu“ og fyrirhugaðri byggingu einnar stærstu mosku í Evrópu.

Er þetta sem á eftir að koma upp hér á landi.  Sá aðili sem flytur til annars lands hlýtur að gera sér grein fyrir því að viðkomandi þarf að aðlaga sig að lífsháttum sem eru í nýja landinu.  Það er bara frekja og yfirgangur að ætlast til þess að hver sem er geti flutt í annað land og búið það eins og hann gerði í gamla landinu.  Ég get heldur ekki skilið þessa áráttu þeirra sem eru Íslamstrúar að vilja endilega byggja mosku í því landi sem þeir fluttu til.  Ef þeir geta ekki verið án mosku áttu þeir aldrei að flytja.  Það er ekki bæði sleppt og haldið í þessum málum.


mbl.is Mótmæltu „innrás innflytjenda í Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sammála þér.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 11:23

2 identicon

Sammála. Skil ekki af hverju þeir eru að gera svona mikið mál úr þessu. Veit um kristinn söfnuð sem sótti um lóð fyrir safnaðarbyggingu og var hafnað. Þá var bara keypt húsnæði undir starfsemina og ekkert meira með það. En nei.....múslimar ætla í "stríð" til að ná fram "sínum rétti" eða hvað? Það er alla vegana talað eins og það sé verið að brjóta á þeim á einhvern hátt. Skil þetta ekki.

Þórhildur 21.9.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: The Jackal

Spurningin er frekar; af hverju ætti svo sem ekki að byggja Moskvu þarna?

Það er engin sérstök ástæða fyrir því að allir hlutir þyrftu alltaf að vera eins eftir hverju landi, án nokkurra breytinga. Af hverju mega ekki allar trúir vera iðkaðar hvar sem er?

"Ég get heldur ekki skilið þessa áráttu þeirra sem eru Íslamstrúar að vilja endilega byggja mosku í því landi sem þeir fluttu til.  Ef þeir geta ekki verið án mosku áttu þeir aldrei að flytja."

Þessi rök er hægt að nota um flest.

The Jackal, 21.9.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég stend við það sem ég skrifaði.  Trúir þú því Jachal að ef ef flytti til Íran eða annars lands þar sem Íslamstrú ríkir, að ég fengi leifi til að byggja kirkju og iðka þar mína trú að íslenskum sið.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband