Háspennulínur

Bæjaryfirvöld á Akureyri eru ekki hrifin af hugmyndum Landsnets um að 220 kílóvatta háspennulína verði lögð um Eyrarlandsháls ofan Kjarnaskógar en þar er fyrirhugað útivistarsvæði.

Það gat nú verið að gera þyrfti athugasemd við þetta.  Það er hrópað og vælt um byggingu álvera í Helguvík og á Bakka við Húsavík, en þegar kemur að því að leggja háspennulínur til þessa staða þá er mótmælt á fullu.   Nú mótmæla bæjaryfirvöld á Akureyri vegna línu sem á að flytja rafman til álvers á Bakka.  Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði mótmæla raflínu sem á að flytja rafmagn til álvers í Helguvík.  Vissu bæjaryfirvöld á Akureyri og í Hafnarfirði ekki að álverin nota rafmagn og til þess þarf háspennulínur.  Það er vissulega hægt að leggja jarðstrengi en þá kemur til gífurlegur kostnaður og hver ætlar að borga það.?  Ég get alveg viðurkennt að þessar línur eru ekki fallegar en fyrst að það á að byggja þessi álver þá er þetta fórnarkostnaður sem verður að færa.  Bæjarstjórnir í þessum bæjum verða að skilja það.  Eða hvaða hugmyndir höfðu þær um flutning á rafmagninu.?  Átti kannski að flytja það með bílum eða senda það í pósti.? Hvílík andskotans vitleysa.


mbl.is Vilja ekki háspennu á útivistarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Get hvergi séð í þessari frétt að línan eigi að flytja rafmagn að Bakka. Þessi lína liggur frá Blöndu að Akureyri. Frá Akureyri að Bakka við Húsavík eru um hundrað kílómetrar þannig að talsvert vantar upp á þessi lína nái þangað.

Haraldur Bjarnason, 23.9.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt að það komi ekki beint fram í fréttinni er verið að styrkja Landsnetið og það þarf að styrkja til að öruggt rafmagn verði til hins nýja álvers.  Álverði á Bakka á einnig að fá rafmagn úr gufuaflsvirkjunum sem verða þar nálægt.  Ég hélt að Húsavík væri tengd Landsnetinu og fái rafmagn þaðan.

Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband