Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan þarf að draga úr siglingum varðskipa sinna um 50% að minnsta kosti fram að áramótum til að spara olíu. Þetta þýðir að skipin verða aldrei bæði á sjó samtímis að sögn Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Gæslunnar.

Aumir erum við íslendingar að geta ekki gert út tvö varðskip.  Nú á aðeins eitt skip að vera úti í einu.  Auk þess á að spara eins og hægt er í flugi hjá Gæslunni og fljúga sem allra minnst.  Það er erfitt fyrir flesta að ímynda sér hvað svæðið er stórt sem þarf að hafa eftirlit með í okkar 200 mílna landhelgi og þegar tekin var ákvörðun um að láta smíða nýtt varðskip í Chile var það vegna þess að svæðið er svo stórt að vonlaust var talið að vakta það með tveimur skipum, en nú á að gera það með einu skipi.  Allt þetta er gert til að spara olíu.  En fyrir hvern er verið að spara?  Gæslan er ríkisfyrirtæki og af öllum þeirra olíukaupum fer stór hluti í ríkissjóð.  Þeim mun minna sem keypt er af olíu þá minnka tekjur ríkissjóðs.  Það skapar aftur þann vanda að minna fé verður til ráðstöfunar til Gæslunnar, sem verður þá aftur að draga meira úr olíukaupum.  Ég fæ ekki betur séð en að ríkið sé að elta skottið á sjálfu sér.  Hvernig verður svo með nýja varðskipið og til hvers var verið að smíða það?  Þarf það ekki olíu líka?  Höfum við efni á að sigla því heim?


mbl.is Geta ekki haft bæði varðskipin úti samtímis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband