Frjálslyndi flokkurinn

 Sigurjón Þórðarson. Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur norður hefur skorað á Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismann, að gefa kost á sér til formennsku á landsþingi flokksins í janúar 2009.

Enn heldur Jón Magnússon áfram að vinna gegn formanni flokksins.  Ég hef fengið fréttir af fundum Frjálslyndra í Reykjavík og þar mun Jón Magnússon semja þær ályktanir sem síðan eru samþykktar, en hann passar sig á því að halda sig til hlés á þessum fundum og þykist hvergi koma nálægt málum þar.  Það er áður búið að koma fram samþykkt um að víkja Kristni H. Gunnarssyni úr embætti þingflokksformanns og af því að Guðjón Arnar Kristjánsson vildi ekki samþykkja það, þá á að gera tilraun til að fella Guðjón sem formann.  Þessi árskorun á Sigurjón er bara sýndarmennska, því sá sem ætlar að bjóða sig fram er Jón Magnússon en hann þorir ekki að gera það opinbert.  Fyrst þarf hann að búa til óánægju með Guðjón og hann veit að Sigurjón mun aldrei bjóða sig fram gegn Guðjóni.  Þegar það liggur fyrir ætla Jón að koma eins og frelsandi engill og bjóða sig fram.  Ef Guðjón yrði felldur í formannskjöri þá er flokkurinn búinn að vera um leið.  Jón Magnússon þykist hafa styrkt flokkinn mikið með því að leggja niður Nýtt Afl og ganga í Frjálslynda flokkinn.  En eins og Margrét Sverrisdóttir bendir á í ágætri blaðagrein, þá voru þessi samtök ekkert Nýtt Afl heldur Dautt Afl, þannig að stuðningur þeirra var enginn í raun.  Ef við viljum bjarga flokknum þá verður að byrja á því að reka Jón Magnússon úr flokknum svo hann geti ekki unnið fleiri skemmdarverk.  Ég og margir fleiri ætlum að ganga úr flokknum ef Jón Magnússon fær að vaða svona uppi.  Ég er farinn að gruna að Jón Magnússon hafi gengið í flokkinn til að rústa honum og gangi þar erinda Sjálfstæðismanna sem ólu hann upp.  Ég skora á Jón Magnússon að segja sig úr flokknum til að vinnufriður fáist, annars verður bara að reka hann úr flokknum.  Þessi Jónsvitleysa getur ekki haldið svona áfram.


mbl.is Frjálslyndir í Reykjavík skora á Sigurjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Algerlega sammála þér Jakop.

Þorvaldur Guðmundsson, 24.9.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakob, hann Sigurjón gekk í Frálslynda flokkinn á stofndegi hans eins og ég. Hann hefur aldrei verið í Nýju afli og mér er algjörlega ókunnugt um að fólk úr því félagi hafi stutt hann. Það er ekki rétt af þér að halda svona fram af því að þú heldur að það geti verið þannig. Betra væri að kynna sér málin.

Annars bestu kveðjur. 

Sigurður Þórðarson, 24.9.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sigurður ég er hvergi í skrifum mínum að efast um heilindi Sigurjóns í störfum sínum fyrir flokkinn.  Þvert á móti segi ég að Sigurjón muni ALDREIbjóða sig fram gegn sitjandi formanni.  Þetta byggi ég á því að Sigurjón er svo vandaður maður að hann tæki ALDREI þátt í einhverju sem skaði flokkinn.  Ég var að beina spjótum mínum að Jóni Magnússyni, sem er nú að reyna að yfirtaka flokkinn.

Í einu dagblaðanna í gær birtist grein um Frjálslynda flokkinn og í þeirri grein er fullyrt að ákveðinn aðili sé að reyna að yfirtaka flokkinn og öllum flokksmönnum sem lesa þessa grein dylst ekki að þar er átt við Jón Magnússon.  Þessa grein skrifa:  Pétur Bjarnason, Ásthildur Cesil Þórðardóttir og Hanna Birna Jóhannsdóttir, sem öll eiga sæti í miðstjórn flokksins og tóku einnig þátt í að stofna flokkinn.

Það kemur fram í greininni að fylgi sitt sækir flokkurinn að mestu á landsbyggðina og allt brölt þessa aðila (Jón Magnússon) í Reykjavík sé einungis til þess að skapa deilur og leiðindi, því fylgi flokksins í Reykjavík mælist mjög lítið.  Þau sem greinina skrifa lýsa yfir fullum stuðningi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson.  Þú ættir að lesa þessa grein Sigurður.  Hún skýrir mjög margt um þau átök sem eru í flokknum núna.  Þessi grein var annað hvort í 24 Stundum eða Fréttablaðinu í gær.

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2008 kl. 08:55

4 identicon

Jakob. Þú sýnir það og sannar með skrifum þínum að það eru engin takmörk fyrir því hvað menn geta verið heimskir. Hvernig dettur þér í hug að stuðningur við Sigurjón, fyrir norðan og í Reykjavík, sé kominn frá Jóni M. ? Þessi yfirlýsing reykjavíkurfélagsins var samin og samþykkt af Sigga bróðir Sigurjóns, Jens vini Sigurjóns og Bryndísi kærustu Sigurjóns. Menn sem komu úr Nýju afli, þeir voru bara tveir, voru á móti. Þau sem skrifa þessa grein sem þú Jakob ert svo hrifinn af, fara með rangt mál í svo mörgu. Þau hafa líka setið mjög fáa fundi miðstjórnar og vita því lítið hvað þau eru að tala um.

Skúli O. 25.9.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakob, við erum stofnfélagar í flokknum vegna kvótans og byggðanna.  Hingað til hefur mér þótt það vera kostur að vera Vestfirðingur en það á ekki að vera skilyrði.  Ég hef alltaf verið stuðningmaður Guðjóns en ég er meiri stuðningmaður flokksins. Margrét hélt því lengi fram að  Guðjón hefði selt sálu sína og væri í herkví Nýs afls af því að þeir studdu hann gegn henni. Nú er ljóst að  Guðjónsmenn trega og vitna svo mjög í Margréti og speki hennar en leggja samt traust sitt á Nýtt afl gegn Sigurjóni.  Þeir segja þetta gert til að hindra aðför að hagsmunum Vestfirðinga!!

Sigurður Þórðarson, 25.9.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Samt er að svo að þótt flokkurinn hafi verið stofnaður vegna kvótans og hagsmuni landsbyggðarinnar.  Þá heyrast þær raddir að flokkinn þurfi að efla í Reykjavík og sumir hafa gengið svo langt að álíta að flokkurinn eigi ekki að vera á móti kvótakerfinu, því það skaði flokkinn í Reykjavík.  Ég hef ekkert á móti því að flokkurinn eflist í Reykjavík en ef þarf að fórna til þess helstu baráttumálum sem mörkuð voru í upphafi, þá er hrun framundan.

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2008 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband