Varðskip

Danska varðskipið Knud Rasmussen kom til Reykjavíkur í gær. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum. Varðskipið verður opið almenningi í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka.

Það verður glæsilegt að sjá þetta skip liggja við Miðbakka, en þó skyggir aðeins á að okkar tvö varðskip liggja olíulaus þarna rétt hjá.

Við ættum að leita eftir samstarfi við Dani um eftirlit í okkar lögsögu þar sem við höfum ekki efni á því sjálfir íslendingar.


mbl.is Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað varðskipið okkar fór reyndar út í gær, en mér skilst að mynstrið verði þannig fram að áramótum, bara eitt skip á sjó en hitt tilbúið í höfn með áhöfn.

Guðmundur 27.9.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 27.9.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta víst að vera svona til áramót, aðeins eitt varðskip á sjó í einu og þar með getum við ekki innt fullu eftirliti í okkar lögsögu, því mér skilst að það eigi að draga úr fluginu líka.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kærleikskveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:23

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já það er nú víst ansi margt sem er verið að draga saman í þessu þjóðfélagi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: egvania

Já Ólöf satt er það og ekki alltaf á réttum stöðum.

Kveðja til þín inn í nóttina Jakob. Ásgerður

egvania, 28.9.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég fór nú ekki að skoða bátinn, heyrði eftir gæslumönnum að það hafi vantað togspil á bátinn sem verður á nýja skipinu OKKAR - fatta ekki alveg hvað á að gera með togspil á varðskipinu - á ekki varðskipið að toga "togkraftur"

Hefði nú viljað fresta þessari smíði okkar i Chile en það er sennilega of seint  - og kanski uppfært skipið nær "supply" bát svona vinnuþjark sem getur verið út í öllum veðrum en ekki skotist í var í hvert skipti þegar vindar.

Jón Snæbjörnsson, 29.9.2008 kl. 15:31

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Varðskip verður að vera með öflugt togspil, sem er notað t.d. við að draga strönduð skip á flot og ofl.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband