Frjálslyndi flokkurinn

Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon. Jón Magnússon var kjörinn formaður þingflokks Frjálslynda flokksins og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður á þingflokksfundi síðdegis, en Kristinn var formaður þingflokksins.

Þá hefur Jóni Magnússyni tekist að bola Kristni H. Gunnarssyni úr formennsku í þingflokknum og sest sjálfur í þann stól.  Það kæmi mér ekki á óvart að næst vildi Jón verða formaður og fara að grafa undan Guðjóni Arnari Kristjánssyni.

Ég hef verið flokksbundin í þessum flokki frá stofnun hans en valdabrölt Jóns Magnússonar sem ég tel að eigi ekki  að vera í þessum flokki er slíkt að mér ofbýður.  Ég mun á næstu dögum gera það upp við mig hvort ég segi mig úr flokknum.  Ég kæri mig ekki um að vera í sama flokki og Jón eftir hans framkomu undanfarið.


mbl.is Jón Magnússon þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jakob, ég hef setið á miðstjórnarfundum og þeir hafa verið erfiðir.

Ég er ekki viss um að þú áttir þig á stöðunni. Þú þarft að vita meira en það sem fjölmiðlar segja til að taka rétta ákvörðun.

Þessi skipti verða til bóta, því á ég von á Jakob.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vinur minn heldur þú að Kristinn H sé heilagur þó að vestan sé?
nei hann er bara vandræðagemlingur sem kann ekki að starfa með fólki
þarf ætíð að koma af stað óeirðum.
Ekki er ég að segja að Jón Magnússon sé rétti maðurinn í þessum flokki
Því hann á eftir að kollsteypa flokknum fyrr en þið haldið, nema að þið gerið eitthvað í málunum.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Ómar Ingi

Mislyndi flokkurinn ?

Ómar Ingi, 29.9.2008 kl. 19:14

4 identicon

Mér sýnist Jón vera kominn í vistarband. Viturlegt að setja Grétar Mar í brúna þegar von er á mikilli þoku framundan.

 

En refurinn ( Kristinn) hefur alltaf nokkrar útgönguleiðir. Ég spái því að hann verði utan þingflokka í vetur og hann tilkynni það við upphaf þings.

 

Straumurinn á lausafylginu í landinu liggur nú til Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn H. Gunnarsson 29.9.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sagan segir að Kristinn H. hafi byrjað sinn feril í Sjálfstæðisflokknum fyrir löngu síðan.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Katrín

Guðrún þú virðist vera snillingur að segja og breiða út sögur...mikið er Frjálslyndi flokkurinn vel settur að eiga hamhleypur til níðingsverka og hafa tíma til að fara inn á hverja bloggsíður á fætur annarri til að koma boðskapnum nú til skila.  Á meðan hvíla vonarpeningar Frjálslynda flokksins fingur sína og etja fíflunum á foraðið.

Katrín, 29.9.2008 kl. 21:00

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún Þóra tjáð hefur mér lítill fugl að vestan: ,,Fyrst var hann í
sjálfstæðisflokknum, síðan gerðist hann alþýðubandalagsmaður fylgdi ekki sögunni hvort hann hefur einhvern tíman verið krati, en framsóknarmaður gerðist og fyrir rest frjálslyndur.
Þetta er nú nokkuð góður ferill, er það ekki?
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 21:03

8 Smámynd: Marta smarta

Flokkur er flokkur og flokkur er flokkur.  Þeim er slétt sama ef einhver bara kýs þá og þeir fá "góða stóla".  Sama hvort það er Jón eða "séra Jón"

Marta smarta, 30.9.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakob, einhvertíma verður öllum deilum að linna.

Sigurður Þórðarson, 30.9.2008 kl. 10:14

10 Smámynd: Rannveig H

Katrín! Ég á ekki til eitt einata orð,að kalla Guðrúnu hamhleypu til níðingsverka,gættu að þér kona hvað þú skrifar ef þú vilt láta taka mark á þér. Þú sem stjórnmálakona og ný búin að ganga gegnum stjórnaslit í þínu bæjarfélagi,ættir að vita að lýðræði er það sem gildir.Ég veit ekki hvað þú kallar allar þær samsæriskenningar sem þú hefur viðhaft inn á blogginu "heilagan sannleikan" hver veit. En ekki hvarlar að mér að kalla það níðingsverk.

Rannveig H, 30.9.2008 kl. 11:52

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessaður Jakob.  Veit ekki hvað ég á segja um þetta mál. Er ekki hver sá flokkur heppin sem hefur Kristin ekki innanborðs??

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:42

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verið að Kristinn sé þver og stífur, en það finnst ekki stjórnmálamaður sem er heiðarlegri og fylgnari stefnunni en einmitt hann.  Ég vona svo sannarlega að okkur takist að halda honum innan okkar raða.  Mér hugnast hann langt um betur en Jón Magnússon með fullri virðingu fyrir honum.  Tíminn einn mun leiða í ljós hvað verður.  En mér þykir leitt að sjá hvernig fólk getur látið leiða sig í skítkast og einelti út í einn mann, sem hefur gert sitt besta til að rétta hlut þeirra sem minna mega sín.  Er ekki komið nóg af þessu skítkasti ?  Eða er það betra að hlusta á fagurgala, sem tala bara eins og þeir halda að aðrir vilji heyra þá tala ? eða mala eins og kettir í kring um heitan graut.  Er það það sem þið viljið gott fólk, ókey, þá skuluð þið ekki veita Kristni atkvæði ykkar, því hann segir hlutina hreint úr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2008 kl. 19:08

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín ég get nú eigi kosið hann enda bý ég í Norð Austur.
Enda tel ég með fullri virðingu að þeir eigi báðir að víkja, þeir eru hvorugir vel við flokkinn og heldur ekki Magnús Þór, en þetta er nú bara mín skoðun gott fólk.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 20:12

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásthildur, af tvennu illu vona ég að það hafi verið af tækifærismennsku en ekki af hugsjón  sem Kristinn greiddi því atkvæði í síðustu ríkisstjórn að setja smábáta í kvóta. Kristni verður ekki fríað vits og er margt gott til lista lagt og ég les oft greinarnar hans mér til ánægju. Og ekki tókum við honum illa þegar hann gekk í okkar raðir.

Ég þykist vita að við munum bæði og  hugsum til þess tíma með söknuði þegar allir í flokknum voru vinir og gengu glaðir og samhentir til verka. Okkur er samt fyrirmunað að sjá með sömu augum hvað fór úrskeiðis.   Vonandi auðnast okkur það.

Sigurður Þórðarson, 30.9.2008 kl. 23:21

15 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég hygg að fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn óvægna umræðu og níð eins og Kristinn, þó víða væri flett aftur í blöðum íslenskrar stjórnmálasögu. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þeirri umræðu og skrifum sem hefur farið fram innan ákveðins hóps Frjálslynda flokksins og virðist álíta það skyldu sína að breiða þann boðskap út til fjölmiðla. Þessi ummæli og skrif um eigin flokksfélaga verða seint talin til tekna þegar kemur að atkvæðagreiðslu í næstu kosningum. Flokkurinn hverfur væntanlega og einhverjir liggja marflatir. Það er of seint að verða vitur eftir á.

Mikill er máttur Kristins, það vissi ég reyndar fyrir, en að menn óttuðust hann svo mikið sem raun ber vitni, kemur mér á óvart.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 00:04

16 Smámynd: Katrín

Kannast nú ekkert við þetta blogg ,,heilagan sannleik" en bloggið mitt kalla ég Okkar á milli..í hita og þunga dagsins. 

Hamhleypur innan Frjálslynda flokksins  hafa farið milli bloggsíða og borið út níð og róg...teljir þú stöllu þína eins slíka skaltu eiga það við sjálfan þig. 

Katrín, 1.10.2008 kl. 00:45

17 Smámynd: Katrín

og þessum orðum er beint til Rannveigar sem á ekki til orð nú hefur átt þau mörg á bloggsíðum sínum og annarra



Katrín, 1.10.2008 kl. 00:54

18 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Innlitskvitt Gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 1.10.2008 kl. 08:25

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefðu Jakob að ég tala um allt annað.

Mig langar að hæla þér fyrir myndirnar af öllu þessu góða fólki og ekki síður af landslaginu. Ég viðurkenni að ég sakna fjallanna.  Ég ber líka hlýjar tilfinningar til fólksins til fólksins sem býr þar í þröngum fjörðunum milli hárra fjallanna. Það er gott fólk sem hefur um aldir lifað af hafinu og því sem náttúran gefur. Forfeður mínir  hafa frá landnámi lifað af gæðum lands og sjávar í námunda við Snæfellsjökul. Þess vegna rennur mér blóðið til skyldunnar að styðja hugsjónir Frjálslynda flokksins sem ég tel vera að taka ekki frumburðaréttinn og lífsbjörgina af fólki sem býr við sjávarsíðuna.  Þetta er og verður mín pólitík hvar sem ég bý á landinu.

Góða helgi!

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 19:48

20 Smámynd: Katrín

Þetta eru óvenju mjúk orð frá þér komin Sigurður.  Mér fannst svo auðvelt að ganga úr flokki sem kennir sig við Frjálslyndi fyrir suma, eftir að hafa lesið orðræðuna sem birtust m.a. við þessa færslu Jakobs svo ég tali nú ekki um aðrar síður s.s. ofurbloggarans sem kennir sig við Guð.    Já það er fallegt fyrir vestan

Katrín, 3.10.2008 kl. 21:16

21 Smámynd: Líney

No comment!!

Líney, 3.10.2008 kl. 22:49

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Katrín, það er einhver mjúkur strengur til í öllu fólki, jafnvel þeim sem áeiga bræður sem hallað hefur verið á. Og varla væri það nú gáfulegt af okkur að yfirfæra þessa skrítnu deilu í ættarríg. Affarasælla væri að bera klæði á vopnin ef þess er kostur. Það er ekki goðgá að styðja það fólk til forystu sem maður hefur trú á. Þvert á móti sýnir það metnað fyrir sameiginlegan málstað. Hitt er annað að opinberar erjur eru óvinafagnaður og ég er tilbúinn til að leggja mitt af mörkum til að ljúka því ef vilji er til þess. Pældu í því.

Líney, no comment needs no comment, so therefore I have no comment on your comment, which  actually was no comment.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 23:31

23 Smámynd: Katrín

A eiga í skoðanaskiptum er eðlilegt í pólitískum flokki, en þegar menn fara á það plan að planta rógi og níði um einn aðila til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri er umræðan farin  að snúast um eitthvað allt annað en pólitík.  Aldrei hef ég spyrt ykkur bræður saman og þannig virt að hver maður er frjáls að sinni skoðun. Það hefur þú hins vegar ekki gert Sigurður né þínir skoðabræður og - systur og ekkert ykkur heilagt til að koma ykkar vilja að. Að ætla sér að lægja öldur nú, opinberar deilur sem þú áttir sjálfur þátt í að koma af stað, þykir mér fullseint í rassinn gripið.  Oft er gott að setja sig í spor annarra og settu þig í spor KHG og skoðaðu allt það sem skrifað hefur verið bæði hér á blogginu og með greinum í blöð, svo ég tali ekki um það sem sagt hefur verið.  Pældu í því, Sigurður!

Katrín, 4.10.2008 kl. 12:47

24 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Mig langar til að segja mitt álit á þessu flokkabrölti. Að mínu mati og ég veit að það er mat annarra en er því miður erfitt í framkvæmdum fyrir marga, en það er að sleppa/leggja niður þessa flokka  og kjós MENN/KONUR í staðinn. Því í hverjum flokki er einn maður sem er góður og sá næsti við hliðina er slæmur. Kannski ekki réttu orðin sem ég nota en þetta skilst vonandi.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:09

25 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll kæri Jakob, mér þykir leitt að lesa viðhorf þitt til Jóns Magnússonar.  Ég kom inn í Frjálslynda flokkinn með Jóni og ég tel að við sem inn komum höfum unnið flokknum mikið gagn í grasrótinni.  Jón er ákaflega hæfur stjórnmálamaður og þú munt sjá það þegar fram líða stundir.  Hann er mikill lýðræðissinni og valddreifingarmaður.  Hann hefur verið mjög ötull við að hvetja fólk til starfa og það er einmitt það sem allir flokkar þurfa á að halda.  Það væri mikil eftirsjá af þér úr flokknum, þig megum við ekki missa.

Hafðu ávallt góða daga.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 5.10.2008 kl. 14:50

26 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Sigurbjörg ég er ekkert hættur að blogga, hinsvegar ofbýður mér allt bullið við þessa færslu mína.  Þótt flestir séu mér ósammála er þó innan um aðilar sem hafa sömu skoðun og ég.  Ég hef þekkt Kristinn H. Gunnarsson í nær 30 ár og hann er trúr sinni sannfæringu.  Þegar fólk sest fyrst á þing sver það eið að stjórnarskránni um að láta sína eigin skoðun gilda í öllum málum.  Það er einmitt þetta sem Kristinn hefur gert og ekki alltaf  fylgt flokkslínum og þess vegna oft orðið fyrir aðkasti og skipt um flokk.  Er það löstur á þingmanni að láta ekki alltaf misvitra flokksforustu segja sér fyrir verkum?  Það er stór munur á þeim Kristni og Jóni Magnússyni, sem fellst í Því að Kristinn er heiðarlegur maður en Jón hikar ekki við að svíkja málstað ef það verður honum sjálfum til framdráttar.  Ég sat hinn fræga landsstjórnarfund þegar kosið var á milli Magnúsar Þór og Margrétar um varformann flokksins.  Fyrir þann fund var haft samband við mig af stuðningsmönnum Jóns Magnússonar og mér boðin greiðsla ef ég kysi á fundinum eftir blaði sem ákveðin aðili myndi afhenda mér á fundinum um leið og ég fengi mína greiðslu.  Auðvitað datt mér ekki í hug að taka þátt í slíku, en þetta fræga blað sá ég seinna og þar var stillt upp í miðstjórn fólki úr Nýju Afli og kjósa Magnús Þór en ekki Margréti.  Þar sem upplausnar ástand var á fundinum fyrir kosninguna varð dalsverður dráttur á að hún hæfist, þar sem inn streymdi fólk sem var að ganga í flokkinn.  Þegar síðan birtist hinn frægi hópur úr Heimdalli, sem tekur að sér að ganga í flokka fyrir prófkjör gegn greiðslu þá varð mér öllum lokið og varð ljóst að Jón Magnússon og hans fólk væri að reyna að yfirtaka flokkinn og það tókst.  Ég kaus Margréti í þessum kosningum af þeirri ástæðu að halda friðinn og vonaðist til að flokkurinn klofnaði ekki.  En þetta hafði verið skipulagt svo vel að það tókst ekki að bjarga því og hópur fólks sagði skilið við flokkinn.  Það stefndi allt í að flokkurinn fengi 8-10 þingmenn en þess í stað urðu þeir aðeins 4 og Jón Magnússon var einn af þeim.  En Jón var ekki hættur sínu valdabrölti nú var stefnan sett á að verða formaður og þá byrjaði atlagan að Kristni H. Gunnarssyni í því skini að veikja stöðu Guðjóns og honum nánast still upp við vegg til að velja á milli Jóns og Guðjóns í stöðu þingflokksformanns og því miður féll Guðjón fyrir þessu bragði og stendur veikari á eftir og verður því auðveld bráð fyrir Jón Magnússon og hans lið á næsta landsfundi.  Ég á ekki von á að mæta á næsta landsfund og óvíst hvort ég verð í flokknum þá.  Þó ég verði enn í flokknum vil ég ekki verða vitni að aftöku Guðjóns sem formanns, þegar Jón Magnússon og hans Heimdallalið ráðast á hann eins og hungraðir úlfar.  Það nefndi það einhver að Kristinn H. hefði verið í Sjálfstæðisflokknum og er það nú ein lygin í viðbót.  Aftur á móti var Jón Magnússon alinn upp í þeim flokki og er nú að ganga erinda þeirra með því að eyðileggja Frjálslynda flokkinn.  Nú spyr ég bara ætlum við sem höfum verið að byggja upp þennan flokk láta Jón komast upp með sínar áætlanir?  Ég segi nei, við eigum að reka Jón úr flokknum og koma á friði og halda áfram að byggja upp okkar góða flokk.

Jakob Falur Kristinsson, 5.10.2008 kl. 15:11

27 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Aðalatriði hjá góðum stjórnmálamanni er að fylgja eigin sannfæringu og láta ekki skipa sé fyrir verkum til þess eins að vera í náðinni hjá flokksforustunni.  Ef allir okkar þingmenn fylgdu þessu þá væru hlutirnir betri í dag.  Ég tel það vera galla fyrir núverandi ríkisstjórn hvað hún hefur mikinn meirihluta á þingi.  Það skapar það að ráðherrar verða værukærir og láta hlutina velta einhvern veginn áfram.  Trúir fólk því virkilega að allir þeir þingmenn sem styðja núverandi stjórn hafi allir sem einn eina og réttu skoðuninna.?

Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2008 kl. 06:38

28 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Það er naumast að fólk hefur skiptar skoðanir hér á síðunni þinni. Guðrún Þóra vitnar í miðstjórnarfundina. Ég hef ritað fundargerðir sem eru líkari skýrslum en fundargerðum og vitnað orðrétt í fundarmenn og aldrei hefur neinn gert athugasemd við tilvitnun í sig. Guðrún Þóra ætti að leyfa þér að lesa þessar skýrslur til að þú áttir þig á stöðunni eins og hún kallar það. Ég leyfi mér að benda þér á færslu hjá Gunnari Skúla sem  heitir "Frjálslyndi flokkurinn og Kristinn H". En Jakob ekki fara úr flokknum og Kristján komdu aftur. Málefnin eru góð og meðan þau breytast ekki eigum við að þrauka. Það er mín skoðun. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.10.2008 kl. 20:56

29 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekkert á leið úr flokknum, hann er mér alltof dýrmætur til þess.  Skoðanir geta verið skiptar, en öll stefnum við þó að sama markmiðinu.

Jakob Falur Kristinsson, 7.10.2008 kl. 16:28

30 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jæja Jakob Það er ánægjulegt að þú hefur tekið ákvörðun um að vera um kyrrt. Gangi þér allt í haginn. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:32

31 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi skrif mín voru til að fá fram umræður um þá stöðu sem er í flokknum í dag og það virðist hafa tekist.

Jakob Falur Kristinsson, 8.10.2008 kl. 18:28

32 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gott ef þetta er að skýrast fyrir þér. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.10.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband