Sátt og friður

Ég hef að undanförnu skrifað talsvert um átök í Frjálslynda flokknum sem ég er félagi í.  Það hafa margir gert athugasemdir við þessi skrif mín og mörgum mislíkað.  Þó tók nú steininn úr í gær þegar í mig hringdi snarbrjáluð kelling í Reykjavík sem ég man nú ekki hvað heitir og skammaði mig eins og hund fyrir þessi skrif mín og einkum það sem ég hefði skrifað um Jón Magnússon og ég væri að kynda undir illindi í flokknum.  Þar sem ég er nú lærður vélstjóri og vil ekki lækka í tign og verða kyndari.  Einnig er ég frekar maður sátta en deilna og fór að hugsa um þessi skrif mín og hvort eitthvað gæti verið satt af því sem þessi kelling sagði.  Ég komst að þeirri niðurstöðu að kannski væri eitthvað til í þessu.  Því hef ég ákveðið að skrifa ekki meir um þennan flokk og hafi mér orðið það á að særa viðkvæma sál Jóns Magnússonar, þá bið ég hann afsökunar á því og mun hér eftir gera hvað ég get til að deilur innan flokksins hætti.  Því það á að vera markmið okkar allra að efla okkar flokk bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.

Verða þetta því síðustu skrif mín um Frjálslynda flokkinn og Jón Magnússon.  Ég er frekar viðkvæm sál og vil ekki fá annað símtal frá snarbrjálaðri kellingu.  Hún veit allt en ég ekkert, það lá við að ég þyrfti áfallahjálp eftir þetta símtal í gær.  Vonandi höfum við vit á að standa saman í þessum flokki og efla hann sem mest.  Þar sem ég er einnig skipstjórnarmenntaður hef ég sennilega farið eitthvað út frá réttri stefnu.  En ég er búinn að leiðrétta stefnuna og vonandi sigli ég nú sömu leið og flestir í þessum flokki.  Og áfram og ekkert hik eða óþarfa kjaftæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakob, þessi flokkur á ekki að snúast um Jón, Guðjón, Kristinn, þig eða mig. Flokkurinn á að snúast um málefni og stefnu. Mín von er sú að stefnan sé sett á að auðlindirnar verði áfram í eigu Íslendinga og allir sitji við sama borð þannig að  fólkið í sjávarbyggðunum fái að nýta náttúrugæðin sér og sínum til framfærslu. Þetta finnst mér aðalatriðið.

Svo getum við haft skiptar skoðanir um hver eigi best með að bera fram stefnuna en ef við erum of mikið að þrasa innbyrðis verðum við ótrúverðug. Við eigum alveg að geta komist hjá því enda eru flestir ágætis fólk. Þetta svokallaða ósætti stafar í flestum tilfellum ekki af persónulegum metnaði eins og sumir halda heldur metnaði fyrir hönd flokksins og hugsjóna hans.  Ég vil að minnsta kosti vona að svo sé. 

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Halla Rut

Mér dettur nú í hug hver þetta var og bara gott hjá henni.

Halla Rut , 7.10.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Svo þér finnst þetta gott hjá þessari kellingu Halla Rut að hrella mig blásaklausan manninn sem er ekkert nema heiðarleikinn og sakleysið.

Jakob Falur Kristinsson, 7.10.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Rannveig H

Tek það fram að það var ekki ég sem hringdi

Rannveig H, 7.10.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Halla Rut

HAHAHA nei nei fannst þetta bara skemmtileg færsla hjá þér. Ég skal tala við þig hvenær sem er, og vera ljúf og góð eins og mér einni er lagið.

Halla Rut , 7.10.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þetta er fyndin færsla. Jakob þú ert frábær að gera gott úr öllu.  Bestu kveðjur í Sandgerði.

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jæja Halla Rut þú rétt slappst fyrir horn og þér er fyrirgefið.  Hinsvegar langar mig óskaplega til að vita hver þessi brjálaða kelling er.  En vonandi er hún farin að róast, því það er slæmt fyrir hjartað ef fólk æsir sig svona.  Ekki vil ég fá það á mína samvisku ef hún dettur dauð niður af æsingi.  Það er ekki ábætandi hjá mér, með allar mínar syndir.

Jakob Falur Kristinsson, 8.10.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband