Danir

Blaðamenn Extrabladet hófu söfnun fyrir Ísland.Danskir blaðamenn á Extrabladet stóðu í lopapeysum fyrir utan Magasin verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í morgun með söfnunarbauka með íslenska fánanum á og buðu vegfarendum að aðstoða íslensku þjóðina í þessari efnahagsnauð.

Er nú svo illa komið fyrir íslenskri þjóð að Danir eru farnir að betla peninga fyrir okkur.  Væri ekki best að stíga skrefið til fulls og biðja Dani að taka við okkur aftur.  Við getum ekki verið sjálfstæð þjóð lengur, þar sem við erum nánast gjaldþrota.


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður sparkar ekki í liggjandi mann. Danir hafa aldrei þolað velgengni okkar hvort sem hún var á rökum reist eða ekki. Mér finnst þetta alveg nöturlegur húmor eða hitt þó heldur. Þetta eiga að heita vinir okkar en í mínum augum eru þetta ekkert annað en viðurstyggilegir bjórþambarar. Ég hef ekki tekið þátt í góðæri síðustu ára og fæ að kenna á því en get alls ekki kvartað sjálfur miðað við tugþúsunda annarra saklausra hér á klakanum. Ég kann ekki vel við að Það sé gert grín af þeim sem sannarlega eiga bágt þessa dagana.

Þorvaldur Þórsson 8.10.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki að gera grín að þeim sem eiga erfitt í dag.  Aðeins að benda á hvað það er broslegt að Danir skuli nú vera farnir að betla fyrir íslensku þjóðina.  Ég hef sjálfur lent í að tapa öllu mínu sparifé, sem ég haf'i lagt í fyrirtæki sem fór á hausinn.  Þetta voru um 10 milljónir 1992 svo ég þekki það af eigin raun hvað er að tapa á hlutabréfum.  En ég fór ekki að velta mér upp úr sjálfsvorkunn, heldur vann eins og þræll til að komast aftur á réttan kjöl.

Jakob Falur Kristinsson, 9.10.2008 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband