ESB

Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. Fram kemur í ályktun frá þeim að innganga í ESB sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Þessu er ég sammála og þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti af því að Dabbi vill þetta ekki þá eiga þeir ekki að ráða þessu.  Samfylkingin á að slíta stjórnarsamstarfinu svo boðað verði til kosninga.


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

vilt þú ganga í ESB og láta landa öllum afla á Íslands miðum í Frakklandi og á Spáni?

Eða viltu bara sjá kosningar sem fyrst í þeirri ringulreið sem með þeim myndi fylgja? 

Fannar frá Rifi, 14.10.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það liggur fyrir að þótt við göngum í ESB fyllast ekki okkar mið af erlendum fiskiskipum.  Þeir einir fá rétt til veiða við Ísland sem hafa hefð til veiða og þá hefð höfum við íslendingar einir.

Hvað kosningar varðar þá erum við að stokka upp allt þjóðfélagið og ég fæ ekki séð að það yrði nein meiri ringulreið af kosningum núna en áður.

Jakob Falur Kristinsson, 14.10.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Það liggur fyrir að þótt við göngum í ESB fyllast ekki okkar mið af erlendum fiskiskipum.  Þeir einir fá rétt til veiða við Ísland sem hafa hefð til veiða og þá hefð höfum við íslendingar einir."

Settu þig í spor þrýsti hópa franskra sjómanna. það hefur veirð skorið niður hjá þeim. allt í einu opnast ný mið. helduru að stjórnmálamenn i ESB muni ekki gera allt til að geðjast sínum kjósendum og virða littla Ísland með 4 þingmenn af hvað? 700? á evrópuþinginu? 

Það yrði eins og skott endur stokkað og 75% af fisknum yrði landað annarstaðar með tilheyrandi tapi fyrir Íslenska þjóð. 

Þó að það megi deila um kvótann í dag þá verður ekki deild um það að hagnaður og tekjur af íslenskum fiski koma til Íslands. 

Fannar frá Rifi, 14.10.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband