Dregur úr verslun

Verð á dagvöru hefur hækkað um 20,5% á einu ári Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2.6% á föstu verðlagi. Á breytilegu verðlagi jókst velta dagvöruverslunar hins vegar um 17,5% miðað við sama mánuð í fyrra. Neysla minnkar því áfram þó neytendur verji mun meira til matarinnkaupa nú en áður. Dagvara hefur hækkað um 20,5% á einu ári.

Þetta er ekki gott, því ef við hættum að versla er voðinn vís.  Verslanir fara á hausinn og fólk missir vinnuna.


mbl.is Dregur úr smásöluverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Því miður virðist það óumflýjanlegt , en við verðum að reyna að lágmarka þann skaða sem mest við getum.

Ómar Ingi, 14.10.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spara, spara, spara það er orð dagsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú kaupir fólk bara nauðsynjar.....lúxusvaran dettur út.  En við erum bara að borga meira fyrir minna

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 01:41

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Lífið heldur sem betur fer áfram.

Vitum að á eftir storminum kemur logn.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Jakob. Út í búð undir eins.  Bara að stríða þér. Ég held að fólk sé ekki búið að átta sig á hlutunum ennþá og etv er þetta ekki óvanalegt í okt. ég veit það ekki. Það væri gaman að sjá samanburð október mánaða milli ára t.d. 2-3 ár. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.10.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrir hvað á fólk að kaupa er endar ná aldrei saman
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 20:10

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já nú verða allir að spara og spara og helst að leggja peningana inn í banka.  Þeir eru svo traustir og sterkir.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2008 kl. 11:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jakop minn hvaða peninga, átt þú afgang í lok mánaðar?
Þeir duga ekki hjá mér út mánuðinn og ef þeir gerðu það mundi ég bara setja þá í hólf hér heima.
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég á alltaf til helling af peningum því örorkubæturnar eru svo miklarog þá set ég auðvitað í banka sem eru svo traustir og sterkir.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2008 kl. 15:16

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband