Auðlindir Íslands

Aðalfundur Félags umhverfisfræðinga á Íslandi lýsir áhyggjum vegna umræðu um að draga eigi úr kröfum er lúta að auðlindanýtingu og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Félagið hvetur til þess að hugað verði að langtímahagsmunum okkar og komandi kynslóða þegar kemur að ákvarðanatöku sem varðar náttúru okkar, umhverfi og auðlindir.

Við eigum eina auðlind sem ekki hefur mátt nefna í björgun fjármálalífsins, en það á ég við fiskinn í sjónum.  Við eigum að ákveða að þorskvótinn verði 250 þúsund tonn næstu þrjú árin og þá yrðum við fljót að greiða upp okkar skuldir.  Það þýðir ekki að vera með yfirlýsingar um að við ætlum ekki að greiða okkar erlendu lán.  Það gengur ekki upp vegna þess að þá mun engin þjóð vilja eiga við okkur viðskipti.  Því fylgir ábyrgð að taka lán og þeir sem það gera verða að axla þá ábyrgð að lánin verði greidd.


mbl.is Langtímahagsmunir verði hafðir í huga varðandi auðlindir landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...óháð faglegu mati og leiðbeiningum vísindamanna." var meðal þess sem kom fram í greininni.

Ég held að þessir gæjar séu að misskilja þessa hluti aðeins. Það ætlast enginn til þess að ráðist sé blint í þessar framkvæmdir og það ætlar sér enginn að taka slíka áhættu að fara af stað án faglegs mats og leiðbeininga vísindamanna. Þetta snýst fyrst og fremst um að blokka áróður öfgakenndra umhverfisverndarsinna á meðan við erum að ná okkur upp úr þessum hörmungum. Það er bara ekkert annað í boði!Við verðum að styrkja bæði atvinnulíf og okkar efnahagslega grunn. Umhverfisvernd er ein dýrasta lúxusvara sem til er og við Íslendingar höfum bara alls ekki efni á því í dag.

 P.S. Persónulega finnst mér Kárahnjúkasvæðið miklu fallegra í dag en það var fyrir framkvæmdir. Gullfallegt stöðuvatn öðru megin og öflugt gljúfur hinum megin.

Axel 20.10.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já hverjum þykir sinn fugl fagur.

Jakob Falur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband