Nýtt álver

Mynd 481457Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að umhverfismatsáætlun vegna fyrirhugaðs álvers bandaríska álfélagsins Alcoa á Bakka við Húsavík. Samkvæmt tillögunni hyggst Alcoa reisa og reka 250.000 til 346.000 tonna álver á staðnum og sé áformað að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka sé tilbúin til afhendingar.

Ætli fáist frið8ur fyrir umhverfissinnum að reisa þetta álver sem er núna bráðnauðsynlegt.


mbl.is 250-346 tonna álver í athugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og hvaðð er svona bráðnauðsynlegt við það?  Hvers vegna er nauðsynlegt að selja erlendiu fyrirtæki íslenska orku með afslætti og og láta þá flytja allan hagnaðinn úr landi?

Gerir þú þér grein fyrir hverjir græða á þessu á endanum?   Varð Álver Alcoa í Reyðarfirðitil þess að bjarga Austurlandi?  Hvers vegna ætti álver á Bakka að verða eitthvað öðruvísi?

Púkinn, 22.10.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Jonni

Hugmyndaflug íslendinga er með eindæmum. Af hverju er ekki hægt að nýta þessa orku í matvælaframleiðslu (á sömu kjörum og til álframleiðslu)? Margfalt fleiri störf skapast og Ísland myndi verða matvælaútflytjandi, ekki innflytjandi. Fyrir utan náttúrulega að við gætum orðið sjálfsnægta með matvæli. Bara sem dæmi um annað en álframleiðslu. En,allt í lagi, ef við viljum vera bananalýðveldi þá getur enginn stoppað okkur í því. Verði okkur að góðu.

Jonni, 22.10.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á næstu árum ætti að stefna að því að nota alla umframorku ásamt orku frá nýjum virkjunum til þess verkefnis að vetnisvæða bílaflota landsmanna. Þó svo að um stórt verkefni væri að ræða þá yrði það eitt og sér það besta sem hægt væri að gera til að styrkja gengi krónunnar, ef við viljum á annað borð halda henni.

Nú hefur talsvert verið rætt um fyrirbærið "matvælaöryggi" í tengslum við hugsanlegan vöruskort vegna gjaldeyristregðu. Með því að draga úr þörf fyrir innflutt eldsneyti myndi létta á þrýstingi á gjaldeyrismarkaði sem liðkar svo fyrir almennum vöruinnflutningi. Fyrirsjáanlegt er að í náinni framtíð verði orka og nýting hennar ekki aðeins mikilvægt efnahagsmál heldur líka öryggismál, eldsneytislaus þjóð væri í vanda stödd og varnarlaus með öllu á þessum síðustu og verstu tímum.

Annað sem gæti hjálpað okkur að verða óháðari innflutningi er ræktun á iðnaðarhampi, en úr honum má m.a. vinna olíu sem hægt er nota sem eldsneyti á landbúnaðarvélar án mikilla breytinga. Á Suðurlandi er nú þegar hafið tilraunaverkefni í hampræktun og árangurinn frá síðasta sumri lofar að sögn góðu um framhaldið.

Nýjar lausnir fyrir Nýja Ísland, lengi lifi byltingin! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2008 kl. 12:25

4 identicon

Þú þarna púki álverið á Reyðarfirði bjargaði heilmiklu fyrir austfirði þú skalt kynna þér hlutina áður en þú heldur þeim fram. Ég kom þarna bæði fyrir og eftir að álverið kom. Ég myndi sannarlega vilja að við gætum gert eitthvað í líkingu við þetta á Vestfjörðum fólkið þar vill það.

Guðrún Vestfirðingur 22.10.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvort sem ég er púki eða ekki Guðrún, þá bjó ég lengi á Vestfjörðum og hver er velsældin þar?  Allt á niðurleið, atvinnuleysi og fólksflótti og að óbreyttu verða Vestfirðir komnir í eyði innan 10 ára.  Þar er örvæntingin svo mikil að fólk tekur því fagnandi að þar skuli plantað niður heilli olíuhreinsistöð sem myndi eyðileggja allt lífríki Íslands.  Þegar ég segi að álverið á Bakka sé nauðsynlegt, þá er það vegna þess að nú stefnir i eitt mesta atvinnuleysi sem núverandi kynslóð hefur lifað og álver skapar mjög mörg störf.  Það er hægt að leika sér með allskonar hugmyndir um að nýta orku landsins en það verður þá að vera eitthvað vit í slíkum hugmyndum og fjármagn til að framkvæma það.  Þar sem slíkt er ekki fyrir hendi þýðir lítið að berjast á móti álverum.  Ég er ekki að tala um að gefa álfyrirtækjum orkuna, þau eiga auðvita að greiða vel fyrir hana.  Auðvitað væri gott að nýta orkuna til matvælaframleiðslu en hvað á að framleiða sem krefst mikillar orku.  Ég er orðinn yfir mig þreyttur á öllu þessu umhverfiskjaftæði og fullyrðingum að ekki eigi að byggja álver en það er sjaldan bent á eitthvað sem á að koma í staðinn sem eitthvað vit er í.

Jakob Falur Kristinsson, 22.10.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Katrín

Minni á að það var hin nýja útrás bankanna og fjársýslumanna sem var m.a. það sem kallað var eitthvað annað....og hver er nú staðan á þeim bænum?

Katrín, 23.10.2008 kl. 00:58

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðrún, þú segist vera Vestfirðingur en hefurðu komið til Austfjarða? Eftir að byggingu Álversins var lokið og bygginaverkamennirnir farnir hefur fátt breyst þarna nema e.t.v. mengunarskýið sem nú hangir sífellt yfir Reyðarfirðinum þegar lygnt er í veðri.

Ég er alinn upp á Ísafirði og minnist góðra æskustunda í fögru óspilltu umhverfi, það eru dýrmætar minningar. Ég vona af öllu hjarta að ykkur fyrir vestan beri gæfa til að láta ekki þvinga upp á ykkur einni eiturspúandi gróðamyllunni í viðbót fyrir erlend stórfyrirtæki sem flytja meginhluta hagnaðarins beint úr landi...

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband