Kanada

Árið 1939 varð Nýfundnaland gjaldþrota og í framhaldi af því kom Kanada þeim til aðstoðar og í dag er þetta fyrrum sjálfstæða land fylki í Kanada.  Ég held að nú þegar Ísland er nánast gjaldþrota eigum við að fara sömu leið og hefja viðræður við Kanada og verða eitt af fylkjum þess lands.  Þetta myndi róa andstæðinga ESB aðildar og um leið gefa okkur fullt af tækifærum.  Þarna eru gjöful fiskimið og best væri ef Færeyingar og Grænlendingar fylgdu okkur eftir.  Þá væri komið mjög öflugt ríki hér á norðurslóðum.  Við værum lausir við handónýta ríkisstjórn og handónýtan Seðlabanka og hagur fólksins í landinu yrði mjög góður.  ESB-aðild þýðir afsal á sjálfstæði og er þá ekki betra að leita til Kanada en ESB því sjálfstæðið er farið hvort sem er.  Einnig má benda á að í Kanada er fullt af fólki af íslenskum ættum sem tækju vel á móti okkur.  Okkar fiskveiðar myndu stóreflast og allt yrði betra en nú er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband