Að græða peninga

Nú auglýsa sparisjóðirnir látlaust að ef lagt er inn á einhverja sérstaka hávaxtareikninga fyrir 1. nóvember þá fái viðkomandi 10% vaxtaauka um áramót.  En hver ætli verði nú allur gróðinn ef betur er skoðað.  Til að einfalda dæmið ætla ég að reikna með 12% vöxtum á þessum reikningum sem er þá 1% á mánuði.  Ef ég ætti eina milljón og ætlaði að ná mér þarna í auðfengið fé, þá liti dæmið út svona; Ein milljón á slíkum reikningi í tvo mánuði (nóv./des) = 2% vextir eða kr: 2.000,- og þá fengi ég þessa frægu vaxtabót sem er 10% af vöxtunum eða kr: 200,-.  Þessar 200 krónur væri nú allur ágóðinn og myndi ekki duga fyrir bensíni á bílinn til að fara í sparisjóðinn og leggja inn.  Ég verð að viðurkenna að þetta er snilldar bragð hjá sparisjóðunum til að plata fólk og er illa gert nú á allra verstu tímum, þegar fólk er ringlað og örvæntingarfullt vegna hruns bankanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

En eru Sparisjóðirnir þeir næstu sem eru að fara á höfuðið ?

Ómar Ingi, 27.10.2008 kl. 11:51

2 identicon

Þessi peningamarkaður er orðinn þannig að maður fer að verða paranojaður gagnvart þeim!!!

Ása 27.10.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Tvöhundruð kallinn er altént fyrir smá blandi í poka.  Handa einum!

Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Sennilega gætum við farið umhverfis jörðina fyrir ágóðan eða þannig.

Vona að enginn láti plata sig.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: egvania

Jakob þetta þjóðfélag okkar er orðið svo rotið að það hálfa væri nóg.

Allir ljúga að öllum og við vitum ekki hverju við erum að trúa.

Kveðja Ásgerður

egvania, 29.10.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Reyndar er 2% af einni milljón 20 þúsund þannig að vaxtabótin yrði 2 þúsund.

Kveðja Bjöggi.

Björgvin S. Ármannsson, 29.10.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, Björgvin leiðrétti það sem ég hugðist gera, vona að þú gerir ekki slíkar villur í bókhaldinu Jakob!?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 16:46

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Óska þér góðrar helgi

Heiður Helgadóttir, 31.10.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Best að fara að öllu með gát. Kveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:25

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir sparisjóðir sem voru ekki í bréfabraski standa mjög vel.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2008 kl. 23:48

11 identicon

Þeir sem eiga ennþá einhvern pening, þurfa einhversstaðar að geyma hann. Helst með þeim hætti að hann rýrni sem minnst og öruggast virðist vera að dreifa þeim á sem flesta staði. Þessir sparisjóðsreikningar eru sennilega ekkert verri en annað sem býðst.

Dagný 6.11.2008 kl. 08:31

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt ég gerði smá villu með vextina en mér finnst það nú samt ekki skipta öllu máli hvort þessar vaxtabætur eru kr. 2.000,- eða 200 þær geta ekki skipt neinn mann máli sem á eina milljón.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband