Spilling og aftur spilling

Það er orðinn nokkur tími síðan ég skrifaði hér á blogginu og ástæðan er sú að ég hef verið veikur.  Byrjaði á því að detta illa og rifbeinsbrotna og fékk síðan lungnabólgu í viðbót.  En nú mun ég reyna að bæta úr og skrifa eitthvað.

Það gengur mikið á þessa daganna í þjóðfélaginu, enda ekkert skrýtið þegar þjóðarbúið er nánast gjaldþrota.  Bankarnir hafa hrunið hver eftir annan og allt í steik í fjármálum landsins.  Við erum komnir í milliríkjadeilu við Breta og annað eftir því.  Enginn virðist vita hver raunveruleg staða þjóðarinnar er.  Skipaðar hafa verið skilanefndir yfir hinum þremur stóru bönkunum og þeir sem nefndirnar skipa eru allir með tengingu við gömlu bankanna með einum eða öðrum hætti.

Hvernig ætlast stjórnvöld til þessa að fólk trúi því að þeir menn sem komu okkur í þessi vandræði geti leitt okkur út úr þeim aftur.  Þórarinn V Þórarinsson framkvæmdastjóri SA kom með athyglisverða hugmynd um hvernig við gætum komið á sátt við Breta.  Hann bendir á að bankarnir þrír séu nú orðnir gjaldþrota og algengt sé að kröfuhafar taki yfir þrotabú og þess vegna ættum við að bjóða Bretum að eignast gömlu bankanna, þeir tækju þá nánast upp í skuldir.

Þegar Birna Einarsdóttir hinn nýi bankastjóri hins Nýja Glitnis var spurð um laun sín, neitaði hún að gefa þau upp og sagði aðeins að í dag væru enginn ofurlaun í Glitnir.  Síðan hefur komið í ljós að laun hennar eru kr. 1.750 þúsund á mánuði.  Þessi laun telur Birna því vera eðlileg laun í banka.  Einnig var hún einn af framkvæmdastjórum gamla Glitnis og tók sem slík þátt í að kaupa hlutabréf í bankanum fyrir 180 milljónir og fékk lán til þess hjá bankanum, en nú finnst ekki einn einasti pappír um þessi kaup og er fullyrt að tæknileg mistök hjá bankanum sé um að kenna.  Samt hefur gefið sig fram maður sem keypti hlutabréf í Glitnir sama dag og Birna og hans kaup fóru eðlilega í gegn.  Er ætlast til að fólk trúi svona andskotans kjaftæði.  Lárus Welding fv. bankastjóri Glitnis fékk sinn starfslokasamning en hann starfar nú samt áfram hjá bankanum sem ráðgjafi á fullum launum.

Nei nú þarf að hreinsa ærlega til og burt með allt spillingarliðið bæði ríkisstjórn, stjórnendur Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, skilanefndirnar ofl.  Þá fyrst er hægt að fara að byggja upp að nýju.  Ég segi bara að lokum ;

Burt með allt spillingarliðið hvar í flokki sem þau standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta voru afa leiðar fréttir Jakob og vona ég innilega að þú náir þér fljótt og að fullu.  Ég er nú ekki sammála því að við skuldum Bretum neitt vegna Ice-save reikninganna, það er nú einu sinni þannig og þetta vita allir að eftir því sem maður fær hærri vexti á innistæður sínar þá er áhættan meiri, Bretar og Hollendingar tóku þessa áhættu , sú áhætta sýndi sig að vera of mikil og ekki var hægt að standa við þetta, eiga Íslendingar að vera ábyrgir fyrir áhættu sem Bretar og Hollendingar taka, jafnvel þótt stofnunin sem býður þessi "góðu" kjör sé Íslensk?  Svo er rétt að það komi fram að Bresk og Hollensk stjórnvöld tóku til sín skatta frá fólki sem átti þessa reikninga en samt sem áður vilja þeir gera Íslendinga ábyrga.  En ég er þér alveg sammála hvað varðar Birnu Einars, Lárus Welding og fleiri það verður eittvað að fara að gera hvað varðar þetta lið.

Ég óska þér góðs gengis í framtíðinni og góðrar heilsu.

Jóhann Elíasson, 9.11.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er þér sammála Jóhann hvað varðar Breta og einmitt þess vegna eigum við að bjóða þeim þrotabúin.  Þau eru verðlaus hvort sem er, en ábyrgðin myndi færast til Bretlands.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú hefur nokkuð mikið til þíns máls Jakob.

Jóhann Elíasson, 9.11.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband