Alþingi

Það var fróðlegt að fylgjast með umræðum á Alþingi á dögunum, þegar hver þingmaðurinn eftir annan kom í ræðustól og kvartaði yfir frekju og yfirgangi ráðherranna.  Skipti á engu hvort um var að ræða stjórnarliða eða stjórnarandstæðinga.  Allir voru sammála um að Alþingi fengi lítið að koma að björgun efnahagslífsins og væri bara látið standa á hliðarlínunni og bíða eftir fréttum.  Ég spyr nú bara hvers vegna láta þingmenn fara svona með sig?  Af hverju sameinast þeir ekki um einhverjar aðgerðir og heimta svör frá ríkisstjórn.  Það er ljóst að gjaldmiðillinn krónan er ónýt og að ætla að taka stórt lán hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum bara til þess að reyna að koma krónunni á flot er brjálæði.  Því það liggur alveg skýrt fyrir að um leið og krónan verður sett á flot aftur mun hún falla um 40-50% og er þá lánið fljótt að gufa upp og við stöndum eftir bara með meiri skuldir en áður og verðbólgu eftir því.  Ætla menn aldrei að skilja það að sú peningamálstefna sem við höfum rekið, hefur algerlega brugðist.  Stöðugar hækkanir á stýrivöxtum hafa engu skilað og hvorki atvinnulífið eða heimilin í landinu þola 18% stýrivexti og að ætla að gera aðra tilraun nú með sömu peningamálastefnu mun setja þjóðarbúið endanlega á hausinn.

Sérstakur efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, Tryggvi Þór Herbertsson er hættur vegna ágreinings um leiðir út úr kreppunni.  Í hans stað hefur Geir fengið norskan hernaðarráðgjafa, þvílíkt andskotans rugl.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband