Hannes Smárason

Hannes SmárasonSumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þetta gerði Hannes án vitneskju stjórnar og framkvæmdastjóra.  Enda sagði öll stjórnin af sér í kjölfarið og framkvæmdastjórinn hætti með 120 milljóna króna starfslokasamning í vasanum.

Stutt er síðan þessi sami Hannes var í viðtali í þættinum Markaðnum á Stöð 2 og þá kunni hann ráð við öllu og hneykslaðist á að eftirlitsaðilar hér á landi hefðu leyft útrásarvíkingunum að skuldsetja Ísland eins og komið hefur í ljós þegar þessi bóla sprakk.  Þetta eru svipuð rök og ef maður sem brýst inn í hús og stelur ásakar síðan lögregluna um að hafa ekki stoppað sig af áður.  Í þessu viðtali býðst Hannes til að aðstoða stjórnvöld við að komast út úr núverandi fjármálakreppu.  Ég held að stjórnvöld ættu nú ekki að fara að útvega þessum manni vinnu sem einhverjum ráðgjafa í lausn á málum sem hann kom þjóðinni í.  Nei takk Hannes Smárason. og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingþór Pétur Þorvaldsson

Þetta er eitt stórt grðin

Ingþór Pétur Þorvaldsson, 9.11.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband