Sigurður Einarsson

Mynd 480413 Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, segir að stjórnendum bankans hafi alltaf þótt furðuleg ráðstöfun að Davíð Oddsson var gerður að formanni bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Sigurður staðfesti í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 að honum og Davíð hafi lent illilega saman á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington á síðasta ári þegar hann var spurður að því í þættinum.

Það kom einnig fram í þessum þætti að Davíð hefði hótað Sigurði því að ef þeir Kaupþingsmenn héldu sig ekki á mottunni þá myndi hann sjá til þess að Kaupþing færi í þrot.  Í framhaldi af þessu dró Kaupþing til baka umsókn sína um að fá að gera upp í evrum.  Svo er alltaf að segja við fólk að það megi ekki persónugera núverandi vanda þjóðarinnar í einum manni sem væri Davíð Oddsson.  En eftir að hafa hlustað á þetta viðtal virðist enginn hafa gengið lengra í að persónugera Seðlabankann en einmitt Davíð Oddsson.  Hann verður að víkja hvað sem það kostar.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú trúir manni  eins og Sigurði Einarssyni?   Hann er náttúrulega ekki í spillingarliðinu, hvítþveginn engillinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson 9.11.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Rafn ég trúi honum ekki og hef fullan fyrirvara á hans orðum, ef ég tel að þetta spillingarlið geti stundum óvart sagt satt.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband