Menntamálaráðherra

Nú hefur verið upplýst að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og eiginmaður hennar, Kristján Arason fv. framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, eru í hópi þeirra sem stofnuðu einkahlutafélag um hlutabréfaeign sína í Kaupþingi og eru þar með ekki persónulega ábyrg fyrir lántökum vegna hlutabréfakaupa.  Þess vegna er nafn Kristjáns Arasonar ekki á þeim lista sem hefur verið birtur yfir þá stjórnendur Kaupþings sem fengu niður fellda ábyrgð á lánum til hlutabréfakaupa.  Lánin falla einfaldlega á einkahlutafélagið sem verður þá gjaldþrota.  Öðrum eignum halda þau hjónin ósnertum.  Þessi gjörningur mun vera löglegur en eigi að síður er hann siðlaus.  Sjálfsagt hefur Kristján Arason greitt hluta af þeim hlutabréfum sem þetta félag á með eigin peningum, því hann mun hafa efnast vel í atvinnumennsku í handbolta á sínum tíma og er því að tapa hluta af sínu sparifé.  Þetta mál hlýtur að vera ansi óþægilegt fyrir Þorgerði Katrínu þar sem hún er ráðherra og varaformaður í Sjálfstæðisflokknum.  Í flestum lýðræðisríkjum myndi ráðherra segja af sér þegar svona mál koma upp.  En ekki á Íslandi, því hér hefur skapast sú venja að ráðherrar segi ekki af sér nema þeir hafi brotið lög í starfi sínu sem ráðherra.  Eigi að síður verður þetta ljótur blettur á annars glæsilegri framgöngu Þorgerðar í stjórnmálum.  Og að lokum:

Burt með öll spillingaröflin, hvar í flokki sem þau standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir segja ekki einu sinni af sér þó þeir séu uppvísir af því að brjóta lög í starfi sínu sem ráðherrar og ekki einu sinni þótt þeir verði uppvísir af því að brjóta stjórnarskrána Sjá hér.

Jóhann Elíasson, 9.11.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu. Er þetta undanskot örugglega löglegt? Hvað með innherjaupplýsingar? Vissi ráðherrann ekki meira en almennir starfsmenn? Að misnota upplýsingar í þessum tilgangi getur það ekki verið sakhæft? kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Ómar Ingi

Sammála vissi að hún væri búin að pissa í buxurnar , þegar hún var byrjuð að ata aur útí Davíð Oddson.

Ómar Ingi, 9.11.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Katrín

 Á árinu 2005 var starfsmönnum óheimilt að draga úr áhættu sinni með því að stofna félög utan um kaup á hlutabréfum í bankanum, þar sem slíkt var að mati Fjármálaeftirlitsins talið andstætt gagnsæi á fjármálamarkaði

Mér sýnist að gjörningurinn hafi verið ólöglegur,þ.e. að stofna hlutafélag um hlutabréf sín.

Katrín, 10.11.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Bara smá kveðja

Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála að spillingarliðið dragi sig í hlé.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvort sem þessi gjörningur menntamálaráðherra og hennar maka er löglegur eða ekki, þá er hann örugglega á mjög gráu svæði og full ástæða til að láta skoða það vandlega.  Ég gef nú lítið fyrir mat Fjármálaeftirlitsins á svona málum, því þar á bæ er menn með allt niðrum sig og hafa orðið margsaga um ýmsa hluti og er ekki trúverðug stofnun.  Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit með bönkunum og allir vita hvernig það fór.  Þeir sem stjórnuðu þessari stofnun litu undan öllu sem átti að gera athugasemdir við hjá bönkunum og hugsun stjórnenda þar virðist hafa verið sú að það væri  til þess eins að koma ættingjum sínum í góð störf hjá bönkunum.

Jakob Falur Kristinsson, 10.11.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband