Mótmæli

Nú kraumar óánægja sem aldrei fyrr í íslensku samfélagi og þarf engan að undra miðað við alla þá spillingu og sukk sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin ár í svonefndu góðæri.  Nýríkir íslendingar flugu um allan heim og keyptu og keyptu og tóku gríðarleg lán fyrir.  Þessir aðilar voru nánast með óútfyllt tékkahefti frá íslensku þjóðinni til að greiða með.  Bankakerfið þandist út á ógnarhraða og tók öll þau lán sem þeir komust yfir.  Allt virtist vera hægt að framkvæma og menn sem enginn hafði heyrt talað um áður urðu moldríkir á einni nóttu.  Fyrirtæki gengu kaupum og sölum og hækkuðu stöðugt í verði.  Veisluhöld sem kostuðu hundruð milljóna voru daglegt brauð.  Ofurlaun forstjóra í fyrirtækjum þóttu sjálfsögð og eðlileg.  Mánaðarlaun fyrir nokkur hundruð þúsund voru nú bara eðlileg fyrir skúringarfólk og smápeð, topparnir þurftu tugi milljóna í laun á mánuði svo þeir væru teknir alvarlega.  Mörgum þessara auðmanna fannst fyrir neðan síðan virðingu að búa á Íslandi og margir keyptu sér rándýrar villur í London eða á Manhattan í New York og létu börn sín ganga í dýra einkaskóla.  En við minnsta vindblæ hrundi allt eins og spilaborg og í ljós kom að auðmennirnir áttu ekki neitt nema verðlausan pappír. Þeir nutu minni virðingar  en rónar í stórborgum erlendis.  En í skjóli eftirlitsleysis Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins ofl. aðila tókst þessu spillingarliði að skuldsetja Ísland sem nam margfaldri þjóðarframleiðslu.  Á einni nóttu varð Ísland skuldugasta land í heimi en hafði áður verið talið eitt það ríkasta.  Nú var komið að uppgjörinu og ríkið stofnaði Nýja banka á rústum þeirra gömlu og fyllti nýju bankanna af fólki úr þessu spillingarliði.  Það hefði verið auðvelt verk að hindra að bankarnir yrðu svona stórir ef Seðlabankinn hefði haft vit á að auka bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum en stjórnendur þar voru nú ekki hæfari en það að í stað þess að auka bindiskyldu bankanna var hún felld niður.  Nú er sagt við þegna þessa lands að erfiðir tímar séu framundan og íslenska þjóðin verði að standa saman í að byggja allt upp á nýtt.  Við förum nokkur áratugi aftur í tímann hvað efnahagsmál varðar og stjórnvöld biðja um að ekki sé leitað af sökudólgum. 

Því er það mjög eðlilegt að mikil reiði sé kraumandi í þjóðfélaginu og það er nú einu sinni borgarlegur réttur hvers manns að mótmæla því sem honum ofbýður.  En þá verður fólk að gæta aðeins að sér.  Friðsamleg mótmæli með ræðuhöldum virka mjög sterk en ef mótmælin snúast uppí skrílslæti eins og skeði sl. laugardag þegar fólk grýtti eggjum ofl. í Alþingishúsið geta stórskaðað mótmæli og orðið vatn á myllu þeirra sem eru nú að verja núverandi ástand og eyðileggja hin raunverulegu mótmæli.  Svona atvik geta farið svo gjörsamlega úr böndunum að svo getur farið að einhver lætur lífið í átökum.

Nú mun Davíð Oddsson vera með sex lífverði alla daga og heimili hans er vaktað af lögreglu allan sólahringinn.  Það sama mun eiga sér stað með heimili Geirs H. Haarde en hann mun þó aðeins hafa einn lífvörð á daginn eins og þeir Árni Matthiessen fjármálaráðherra og Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra.  Af hverju ætli þessir menn þurfi að hafa lífverði?  Eru þeir með því ekki að viðurkenna fyrir þjóðinni sína ábyrgð á því hvernig komið er.  Hér þar rækilega hreingerningu og byggja upp heilbrigt þjóðfélag að nýju, en það verður ekki gert með sömu mönnum og komu okkur í þessi vandræði.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband