Ógnaði skipverjum

Mynd 481438 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í kvöld ungan karlmann sem ógnaði skipverjum með hnífi um borð í bát í kvöld, sem bundin var við bryggju í Sandgerði. Félagar mannsins höfðu samband við lögregluna, sem óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar. Hún var hins vegar afturkölluð þegar maðurinn kom sjálfviljugur út úr bátnum.

Þetta er gott dæmi um alla reiðina sem er í þjóðfélaginu og er látinn bitna á saklausum aðilum.  Því verður krafan sífellt háværari;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það er.


mbl.is Ógnaði skipverjum með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Er þetta ekki svolítið langsótt hjá þér að kenna pólitíkusum um þetta líka.

Svo er það sjálfsögð kurteysi þegar þú tekur upp texta annara að geta heimilda. Þætti samt betra ef þú sleptir því að kopiera fréttir sem þú tengir við því maður er búinn að lesa fréttina.

Landfari, 10.11.2008 kl. 22:47

2 identicon

Ef ég á að giska þá var þessi atburður um borð í Óskari RE sem kom inn til Sandgerði í morgun til löndunar.Er mannaður með pólverjum þannig að þetta hefur ekkert að gera með íslenska pólitík.

Jon Mag 10.11.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvað varðar kurteisi við að geta heimilda þá stendur þarna skýrt að þetta sé frá MBL.  Þótt þarna hafi verið erlendir menn á ferð þá verða þeir sem starfa hér á landi líka fyrir barðinu á allri spillingunni en kannski á maður ekki að tengja þetta við neina pólitík eða það vandræðaástand sem er á Íslandi í dag.  Sennilega best að vera ekkert að skrifa neitt um þetta ástand og bara sætta sig bara við hvernig það er.

Jakob Falur Kristinsson, 11.11.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Því miður var ég ekki búinn að skoða þína síðu  Landfari áður en ég skrifaði ofangreinda athugasemd.  En ég sé ekki betur að nær allt á þinni síðu sé tengt við fréttir úr MBL og enginn grein skrifuð frá eigin hugsun.  Líttu þér aðeins nær áður en þú ferð að gagnrýna aðra fyrir að nota slíkar tengingar við fréttir.

Jakob Falur Kristinsson, 11.11.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Landfari

Jakob, ég er ekki að ganrýna að þú notir tengingu við fréttir. Ég er að gagnrýna þig fyrir að kópíera fréttina á bloggið þitt eins og þú hafir sjálfur skrifað fréttina. Ef þú hefur annara manna skrif orðrétt eftir hefurðu þau innan gæsalappa þannig að sjáist hvað er tilvitnun í aðra.

Aðal gagnrýnin er hinsvegar að þú sért að setja fréttina nánast í heilu inn á bloggið þitt því maður er búinn að lesa hana. Þú ert ekki vísa í neinn hluta hennar til nánari skýringar eða neitt svoleiðs.

Þú hefur nú eitthvað ruglast á síðum ef þú sérð ekkert nema texta frá öðrum á síðunni minni. Þar eru engnir textar frá öðrum nema sem tilvitnarir til nánari útskýringa. Hinsvegar er moggabloggið eingöngu mínar pælingar út frá fréttum. Dagbókin mín er ekki á neitinu og á ekkert erindi þangað.

Landfari, 12.11.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband