Nýtt land

Horft yfir hluta Maldíveyja.Mohamed Nasheed, nýkjörinn forseti Maldíveyja, segist vilja kaupa nýja ættjörð handa íbúum landsins. Hann segir ljóst að íbúarnir verði á endanum að finna sér nýtt land þar sem hlýnun jarðar sé þess valdandi að yfirborð sjávar fari smátt og smátt hækkandi.

Ég held að við Íslendingar ættum að skoða þennan möguleika líka.  Við verðum í það minnsta að skipta um nafn á okkar landi ef við ætlum að vinna okkur aftur traust meðal þjóða heimsins.  Óbreytt getum við ekki haldið áfram að taka tril og heinsa upp eftir alla spillinguna og lygina.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Vill fjárfesta í nýju landi handa þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr   Burt með spillingarliðið!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Náttúruland? Bláfjallaland?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.11.2008 kl. 06:36

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Ég er aldeilis ósammála þér núna. Ég held að við þurfum ekki að skipta um nafn og verð að segja að ég er stolt af því að vera Íslendingur. Ég ætla ekki að taka það á mig að fámennur hópur hefur farið offari og skuldsett þjóðina út yfir gröf og dauða. Ég er ekki búin að gleyma hversu dugleg þjóðin er og hvernig hún hefur barist frá örbyrgð og aumingjadómi til þess að verða meðal ríkustu þjóða heimsins. Við eigum miklar eignir sem felast í náttúru landsins og mikla möguleika á að vinna okkur nokkuð hratt út úr þessari kreppu. Við höfum séð það svartara. Enda má segja að þjóðin sé  orðin óþreyjufull að  fá upplýsingar til að setja sig í gírinn til að vinna í málinu. Þú segðir eitthvað ef þú værir Íslendingur með nánast allan starfsferilinn í banka eins og ég helv..mennirnir eru búnir að sverta ágætan starfsferil manns til 25 ára og biðjast ekki afsökunar einu sinni. Nýjustu fréttir herma að Sigurjón fyrrum bankastjóri sé starfandi í Landsbankanum en nú sem verktaki. Burt hvað ?  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband