12.11.2008 | 21:11
Að verða ríkur trillukarl
Ég skrifaði fyrir stuttu frásögn af einni sjóferð sem ég og sonur minn fórum haustið 1994 á 6 tonna trillu. Þá voru veiðar báta undir 6 tonnum frjálsar að miklu leyti, einu takmarkanirnar voru að ekki mátti róa í desember og janúar og síðan varð að stoppa aðra hverja helgi. Þess vegna urðum við að stoppa róðra 30. nóvember 1994 en máttum byrja aftur 1. febrúar 1995. Þar sem veðurfar er mjög erfitt á Vestfjarðamiðum yfir veturinn, tókum við þá ákvörðun að fara suður í Sandgerði með bátinn og róa þaðan. Við fengu leigt einbýlishús í Garðinum og komum suður um miðjan febrúar öll fjölskyldan. Þar sem mikil þrengsli voru í höfninni í Sandgerði var nokkuð ljóst að við myndum þurfa stöðugt að fara og líta eftir bátnum. Því var ákveðið að róa frá Keflavík og fengum við leigða aðstöðu fyrir bátinn í smábátahöfninni í Grófinni og þurftum þar af leiðandi aldrei að líta neitt sérstaklega eftir bátnum, auk þess sem við gátum tengt landrafmagn og því var alltaf hiti um borð þegar við fórum í róður. Öllum aflanum var landað á Fiskmarkað Suðurnesja og var ágætis aðstaða til löndunar í smábátahöfninni. Ef gott var veður var algengt að fólk úr Reykjavík kæmi í sunnudagsbíltúr þarna suður eftir. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við vorum að landa seinnipart sunnudags. Ég var uppi á bryggjunni og stjórnaði löndunarkrananum en sonur minn var um borð, þá kemur bíll og stoppar rétt hjá og út úr honum koma hjón á besta aldri. Þau horfðu á meðan við hífðum upp hvert fiskikarið eftir annað og á bíl frá fiskmarkaðnum. Þegar löndun var lokið og ég að ganga frá krananum kom maðurinn og ræddi við mig. Hann spurði hvað ég teldi að þetta hefði verið mikill afli og ég sagði honum að það væri sennilega um fjögur tonn og þegar hann spurði mig af hverju við værum á sjó á sunnudegi sagði ég honum að við nýttum alla daga sem hægt væri að róa vegna veðurs. Þá spurði hann hvaða verð við værum að fá fyrir aflann og ég sagði að undanfarið hefði það verið að meðaltali um 100 krónur á kíló (1995). Þegar hann síðan spurði hvað við værum margir á bátnum sagði ég honum að við værum bara tveir og ættum bátinn sjálfir. Maðurinn gapti og sagði undrandi; "Ert þú að segja mér að þið hafið í dag fiskað fyrir um 400 þúsund." Ég sagði honum að það væri sennilega mjög nálægt því. Þá fór maðurinn að reikna og sagði; "Þið getið sem sagt róið 7 daga vikunnar og ef við margföldum þennan dagsafla með 7 þá gerir vikan samtals kr. 2,8 milljónir og þið eruð bara tveir sem geri 1,4 milljónir á mann eða um 5,6 milljónir á mánuði." Ég sagði að það gæti passað ef allir róðrar væru eins og þessi og engar frátafir frá veiðum. Ég var ekkert að upplýsa manninn um að á móti kæmi talsverður kostnaður eins og olía,beita, veiðarfæri, vinna við að stokka línuna upp í landi og greiðslur af lánum. Maðurinn gekk í burtu og í átt að konu sinni og ég heyrði hann segja við hana; "Þetta er ævintýri mennirnir hafa yfir 5 milljónir á mánuði í laun, þeir hljóta að vera moldríkir, ég ætti að athuga eitthvað svona sniðugt." En sannleikurinn var sá að ekki söfnuðum við neinum auðævum á þessari trilluútgerð og hættum henni endanlega í ársbyrjun 1996 og seldum bátinn og rétt sluppum skaðlaust frá þessari útgerð. En það er auðvelt að reikna sig mjög auðugan ef menn nenna að leika sér að tölum og miða alltaf við bestu forsendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
Af mbl.is
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
Maður kannast við það.
Sigurður Þórðarson, 13.11.2008 kl. 01:24
trillur og smábátar 1994 eru ekki það sama og í dag. yfirbyggðir með beitninga vélum og eru nánast á við litla báta í veiðigetu. allt að 500 hestafla vélar og annað.
þetta voru nú orðnir ekki neinir smábátar undir það síðasta. þetta voru og eru öflug veiðiskip með gríðarlega getu til sjósóknar.
þetta vitið þið báðir.
Fannar frá Rifi, 13.11.2008 kl. 09:29
Minn maður var sjómaður yfir 20 ár, og er þér innilega sammála. Alltaf var horft á laun sjómanna út frá "bestu forsendum"! Botna ekkert í því sjálf afhverju við erum þá ekki moldrík í dag.
Sigríður Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 22:28
Já að þú skulir ekki vera milli? Ætli það sé ekki svipað með sjómenn og bændur þeir hafa alltaf verið"afvætur" á Íslandi. Það segja allavega þeir sem ekki þekkja til. Ekki finnst mér bankakerfið hafi skilað meiru í þjóðarbúið þegar upp er staðið. Ég tel sjómenn og bændur báða með því nauðsynlegasta sem Ísland á, geri ekki upp á milli, enda er ég kominn af bændum (var sjálf bóndi,) og sjómönnum og skammast mín ekki neitt fyrir það. Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 18:20
Einmitt. Gleymist að margfalda ekki með 365.
Einu sinni fórum við ég og sá fyrrverandi til Edinborgar að hausti og bara gaman, versluðum fyrir börnin og okkur og jólin og allt þetta.
Búin að vera heldur léleg tíð undanfarið, bóndinn var reyndar stýrimaður sem þótti nú nokkuð gott upp á hlut að gera.
Þegar við komum heim eftir 5 daga frí hjá honum hafði fiskast þvílíkt að ég verð ennþá rík í huganum að hugsa um það. Þar varð afleysingamaðurinn ríkur!! Minn fyrrverandi var nú samt ekkert lélegur stýrimaður, svona er bara sjómannslífið. Mottóið er: Sjómenn verða bara ekkert ríkari en aðrir, bara meira veðurbarðir, og svo er voða gaman þegar þeir koma heim af sjónum. Reyndar líka þegar þeir fara aftur út, en það er nú önnur saga. Ekki ofmeta það sem sjómaðurinn ber úr býtum, hann vinnur sko fyrir því.
Marta smarta, 16.11.2008 kl. 23:52
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Jakob minn
Fólk er greinilega úti að aka í orðsins fyllstu merkingu.
Ef það vissi nú um allan kostnaðinn. Ekki nóg að vita brúttó tölurnar.
Hlakka til að sjá þig skrifa um blessanir í lífi þínu.
Þú ert ríkur að eiga hraut börn, tengdabörn, barnabörn og ýmislegt fleira ágætt hefur þú upplifað eins og þú hefur aflað þér menntunar sem er alveg frábært.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:13
Fannar, það er alveg rétt hjá þér að margir þeirra báta sem flokkaðir eru sem smábátar í dag eru orðnir öflugir bátar og tæp 15 tonn að stærð og með mjög mikla veiðigetu. Mér var það fullkunnugt þegar ég skrifaði greinina en ég var að skrifa um smábát 1995 sem var Gáski 800. Það má líka benda á að þessir nýju 15 tonna yfirbyggðu smábátar með beitningavélum kosta líka mikið eða um 70-10 milljónir og þá er eftir að kaupa veiðiheimildir fyrir a.m.k. 500-1000 milljónir ef hægt á að gera út af krafti allt árið. Ég öfunda engan af því að gera slíkan bát út í dag.
Jakob Falur Kristinsson, 17.11.2008 kl. 10:51
Sæll Jakob.
Þú stendur þig vel og við komu sko ekkert að tómum kofanum hjá þér í sambandi við fiskveiðar og hvort sé um að ræða trillur eða bara einhverjir smá dallar.
Það var gaman að fara á sjó með pabba í denn og fiska en ég er samt landkrabbi og í eitt skiptið vorum við hér inná firðinum og mér leið illa því það var undiralda.
Það komu tveir menn á öðrum bát til okkar að spjalla. Pabbi sagði mér að ég yrði að fara niður í lúkar ef ég þyrfti að æla. Ég myndi nú ekki láta mennina sjá mig æla.
Ég var með í för er við veiddum stærðarinnar lúðu. Pabbi var mjög ánægður að ég skildi hafa verið með. Við feðgin vorum greinilega fiskin.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.