ESB

Nú ætti ekkert að vera lengur því til fyrirstöðu að við gengjum í ESB.  Helstu rökin gegn aðild hafa verið þau að þá misstum við yfirráð yfir okkar fiskimiðum, en í dag stefnir allt í að við munum missa þau hvort sem er.  Nú er búið að samþykkja að kröfuhafar í gömlu bankanna fái þá upp í skuldir og jafnvel að þeir eignist hlut í nýju bönkunum líka.  Þarna er aðallega um erlenda banka að ræða frá ESB.   Sjávarútvegurinn er gríðarlega skuldsettur vegna svokallaðrar hagræðingar í greininni, sem hefur byggst á því að stór fyrirtæki hafa keypt upp minni aðila og veiðiheimildir eru stöðugt að færast á færri aðila.  Nú munu þessir erlendu bankar algerlega hafa íslenskan sjávarútveg í hendi sinni og nánast ráð því hvaða fyrirtæki fá að lifa og hvaða fyrirtæki eigi að fara á hausinn.  Veiðiheimildir fyrirtækja eru botnveðsettar og ef þessir aðilar beita sér geta þeir einfaldlega knúið fyrirtæki í sjávarútvegi til að láta þær af hendi upp í skuldir og selt síðan hæstbjóðenda hvort sem hann er á Íslandi eða í ESB án þess að íslendingar geti gert eitt né neitt.  Við verðum verr sett en að fara í aðildarviðræður við ESB því í slíkum viðræðum er ekki útilokað að tekið væri tillit til þess hvað Ísland er háð sjávarútveginum.  En að óbreyttu fara veiðiheimildir við Ísland til ESB hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn

Sorglegt hvernig fáeinir gangsterar gátu eyðilagt allt fyrir okkur. Margt rangt hefur verið gert áður eins og kvótakerfið sem lagði í rúst fullt af byggðalögum umhverfis okkar ágætis land sem flýtur í mjólk og hunangi en þegar menn hafa ekki vit til að stjórna og færa alla góðu bitana á einhverja menn sem eru fæddir með gullskeið í munninum er ekki von á góðu.

DO og fleiri hafa uppskorið eins og þeir sáðu til en því miður bitnar þetta á allri þjóðinni.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rétt hjá þér Rósa.

Jakob Falur Kristinsson, 17.11.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband