Hvalveiðar

Mikið er nú deilt um þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar að leyfa veiðar á nokkrum hrefnum og rúmlega 100 hvölum næstu 5 árin.  Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að hann verði að fara eftir þessu á núverandi fiskveiðiári en óvíst verði um framhaldið.  Þeir sem stunda hvalaskoðun gagnrýna þetta mjög.  Það eina sem ég get fundið athugavert við þessa ákvörðun er að útgefinn veiðikvóti er alltof lítill.  Við ættum að veiða 2.000 hrefnur og 5.000 hvali.  Þótt svo mikið yrði veitt væru veiðarnar samt sjálfbærar og myndu ekkert draga úr hvalaskoðun.  Það er staðreynd að yfir 90% þeirra sem fara í hvalaskoðunarferðir frá Reykjavík, fara eftir skoðunarferðina beint á Sægreifann til að borða hvalkjöt.  Því er haldið fram að orðspor Íslands erlendis bíði mikinn hnekki við hvalveiðar.  Það er nú ekki úr háum söðli að detta, því ekki er orðspor Íslands svo gott nú þegar.  Ég sá viðtal við Árna Finnsson, sem er formaður einhverra náttúruverndarsamtaka og þar lýsti hann því yfir að þetta lítilræði sem má veiða núna væri ekki hægt að selja því enginn markaður væri fyrir kjötið.  Ég segi nú bara hver andskotann kemur honum það við.  Á hann kannski einhverra hagsmuna að gæta við sölu á hvalkjöti.  Þetta var líka sagt þegar vísindaveiðarnar voru stundaðar en samt tókst Kristjáni Loftssyni að selja allt kjötið til Japans á góðu verði.  Það eru þeir aðila sem stunda veiðarnar sem taka alla áhættu í þessu sambandi.  Gerir fólk sér ekki grein fyrir að hvalir og hrefnur eru í samkeppni við okkar fiskistofna um ætið í hafinu og t.d. hrefnan étur um 40 til 100 þúsund tonn af fiski árlega.  Ef við stöðvum algerlega þessar veiðar þá mun ekki líða mörg ár þar til hvalirnir eru búnir að éta upp allt æti á Íslandsmiðum og forða sér þá í burtu í leit að æti eða þeir hreinlega drepast úr hungri.  Hvaða hvali á þá að sýna erlendum ferðamönnum?  Á sínum tíma þegar hvalveiði var sem mest og Hvalstöðin í Hvalfirði í fullum rekstri, þá gerði heilt rútufyrirtæki út á það að fara með ferðamenn upp í Hvalfjörð til að skoða þegar hvalirnir voru dregnir á land og skornir.  Þetta voru ekki færri ferðamenn en nú eru að fara í hvalaskoðun út á sjó.  Í þeirri stöðu sem Ísland er í dag verðum við að nýta allar okkar auðlyndir, bæði til að skapa gjaldeyristekjur og atvinnu.  Það er talið að hver veiddur hvalur eða hrefna skapi 1-2 störf og veitir ekki af í öllu því atvinnuleysi sem nú gengur yfir þjóðina.

Veiðum eins mikinn hval og við getum Íslandi til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband