Bjartsýn kona

Arnheiður Hjörleifsdóttir Arnheiður Hjörleifsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Samhliða þeirri ákvörðun sækist hún eftir öðru sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Hún er bjartsýn þessi kona að halda að hún komist á þing með því að ganga í Framsóknarflokkinn.  En kannski er ég of dómharður því flokkurinn virðist allur vera að lifna við með nýjum formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem virðist höfða til mjög margra enda maðurinn afburða snjall og hæfileikaríkur og sennilega tekst honum að rífa flokkinn upp og hreinsa af honum spillingarstimpilinn.


mbl.is Gengur í Framsóknarflokkinn og boðar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki svo dómharður Jakob, kallast raunsæi. Ef þú tekur mið af ákvörðun Þráins Bertelssonar í vikunni um að segja sig úr flokknum vegna klíkuskapar sem hann hélt að væri ekki til staðar lengur, þá á hún ekki möguleika að komast inn á þing. En kemst ekki áfram nema að reyna. Ekki nóg að skipta út í framlínu flokksins, fólk gleymir ekki svo glatt. En ég hef líka trú á þessum strák. Leynir á sér en hann þarf tíma til að breyta trú fólks á flokknum.

Einar Áskelsson 20.2.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt fólk gleymir ekki svo fljótt allri spillingunni sem þjakað hefur þennan flokk lengi, sennilega þarf nokkur ár til þess.

Jakob Falur Kristinsson, 20.2.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Vitið þið, ég hef enga trú á Sigmundi Davíð.  Og ég held að Þráinn fari með rétt mál, það hefur mjög sennilega engin breyting orðið hjá Framsókn. Þetta er gjörsamlega spillt allt saman, það er búið að eyðileggja Framsóknarflokkinn.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er nú ekki sanngjarnt Guðbjörg að gefa nýjum formanni nokkra mánuði áður en farið er að dæma hann af verkum annarra.

Jakob Falur Kristinsson, 20.2.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú ert bjartsýnn Jakob, ef þú heldur að Finnur og hans gengi hafi ekki puttana á þessum strák. Ekki dettur mér annað í hug en að hann sé þarna á vegum flokkseigendaklíkunnar, eins og aðrir hafa verið á undan honum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband