Jón Magnússon

Ég skrifaði nokkrar greinar um Jón Magnússon alþm. og taldi að hann hefði gengið í Frjálslynda flokkinn til að rústa honum.  Ég fékk miklar skammir víða að vegna þessara skrifa sem nú er komið á daginn að voru réttar.  Þegar Jón og hans félagar úr Nýju Afli gengju til liðs við Frjálslynda varaði Margrét Sverrisdóttir eindregið við því að þessi hópur kæmi í flokkinn.  Það hefði verið betra að hlusta þá á Margréti og stoppa þetta í byrjun.  Margrét Sverrisdóttir fór ekki úr flokknum vegna taps í kjöri varaformanns, heldur var ástæðan Jón Magnússon og hans lið.  Nú er Jón kom inn í Sjálfstæðisflokkinn og verði honum að góðu og ég segi sem flokksmaður í Frjálslynda flokknum að farið hefur fé betra.  Það er enginn eftirsjá af Jóni Magnússyni.  Ef hlustað hefði verið á Margréti Sverrisdóttur á sínum tíma og hún ekki gengið úr flokknum hefði flokkurinn fengið a.m.k. 7-8 þingmenn en fékk aðeins 4 og nú eru þeir orðnir 3.  Eins finnst mér miður að flokkurinn skyldi ekki lýsa yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórn og haft þannig tækifæri á að móta nýja stefnu og jafnvel fá ráðherrasæti.  Það var að mínu mati mikill afleikur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sitt sýnist hverjum.  Hér les ég þína hlið á þessu máli og síðan hef ég heyrt frá öðrum, t.d. Eiríki á útvarpi Sögu, allt aðra hlið. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það eru nú flestir sammála um að ekki sé orð að marka í öllu því bulli sem Eiríkur Stefánsson lætur út úr sér á Útvarpi Sögu.  Ég ræddi þetta eitt sinn við Jón Magnússon og var hann mér algerlega sammála þá, að Eiríkur væri til mikilla vandræða.  Hinsvegar er Jón örugglega ekki sammála mér í dag þegar það hentar honum betur.  Annars finnst mér að þegar menn eru kosnir á Alþingi fyrir ákveðinn flokk og eru ósáttir þá eigi þeir frekar að hætta á þingi og láta varamann taka við frekar en ganga inn í annan þingflokk.

Jakob Falur Kristinsson, 20.2.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já þar er ég sammála þér. Þessir menn eru eða fara inná þing fyrir vissan flokk og af fólki sem kaus þá á þing. Þess vegna skil ég ekki hvernig þeir geta flakkað á milli flokka innan þingsins.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband