Róleg nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum... Heldur róleg nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, miðað við helgi. Hafði hún afskipti af þremur líkamsárásarmálum en að hennar sögn var um minniháttar pústra að ræða.

Hvað er eiginlega að ske, er búið að loka öllum kreditkortum svo fólk kemst ekki lengur á almennilegt fyllirí og verður sér til skammar.  Enginn laminn eða rændur og allt í góðu lagi.  Nú stendur Reykjavík ekki lengur undir því að vera höfuðborg landsins fyrst skemmtanalífinu er að hraka svona mikið.


mbl.is Fremur rólegt í borginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem er ótrúlegt í sjálfu sér því það ku vera háttur fólks í kreppum að sleppa fram af sér beislinu.

Myndirnar að vestan er fallegar en við hjónin sigldum hringinn í fyrrasumar og þá sá ég fallegasta part landsins af sjó Vestfirði

Hallgerður Pétursdóttir 22.2.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Áfengi er böl, þeir sem kunna ekki að fara með það, eiga einfaldlega að sleppa því. Ég er ansi hrædd um að ef fólk færi út að skemmta sér edrú, þá væri eða yrði útkoman önnur í miðbæ Reykjavíkur og sem annarsstaðar.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Hallgerður Vestfirðir eru fallegasti hluti landsins og fallegt að sjá Vestfirði frá sjó.

Jakob Falur Kristinsson, 22.2.2009 kl. 11:44

4 identicon

Hefur þú verið í Vestmannaeyjum eða einhver skyldur þér?Mér finnst ég kannast svo við svipinn?

Hallgerður Pétursdóttir 22.2.2009 kl. 18:09

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég var eitt sumar vélstjóri á humarbát sem landaði í Vestmannaeyjum og líkaði vel við staðinn og fólkið sem þar býr.  Eins sótti ég bátinn Sæfaxa VE-30 til Eyja þegar hann var keyptur til Bíldudals og var yfirvélstjóri á honum eina vertíð frá Ólafsvík.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband