Hver setti Ísland á hausinn?

Er nema von að maður spyrji slíkra spurningar.  Enginn hér á landi vill kannast við að hafa brugðist sínum skyldum og allir gerðu allt rétt.  Allir eru heiðarlegir og spilling er ekki viðurkennd á Íslandi.  En samt er allt á hausnum, bæði viðskiptabankar, Seðlabankinn og ríkissjóður.  Það kann að vera að það sé hægt að finna einhverja litla sparisjóði á landsbyggðinni sem ekki eru á hausnum enda stjórnað af venjulegu fólki án nokkurra háskólagráðu.  Getur það virkilega verið satt að allar þær hamfarir sem yfir íslenska þjóð hefur dunið sé einhverju fólki í Bandaríkjunum að kenna.  Fólk sem tók alltof há lán og gat síðan ekki greitt af þeim.  Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur farið með stjórn efnahagsmála hér á landi í 18 ár er algerlega saklaus.   Allt gert rétt og vel það, það er ekki skortur á hag- og viðskiptafræðingum á Íslandi.  En er kennslan þá í háskólum landsins svona léleg að þaðan útskrifist allskonar fræðingar sem ekki kunna margföldunartöfluna.  Eitthvað hlýtur að vera að á Íslandi fyrst svona er komið.  Nei það ætlar enginn að æxla ábyrgð á neinu, svo galar Jón Baldvin eins og hani snemma morguns og kann ráð við öllu.  Hann er víst búinn að gleyma að hann varð sá maður sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 1991 með Viðeyjarstjórninni og gekk frá EES-samningnum sem leyfði óhindrað frjálst flæði fjármagns á milli landa og einnig tók hann þátt í því að heimila veðsetningu á óveiddum fiski í lögsögu Íslands, sem gerði marga milljarðamæringa og veruleikafyrta hvað snerti peninga.  Það er byrjunin á öllu þessum ósköpum, nú vill Jón Baldvin hrekja Ingibjörgu Sólrúnu úr formannssæti hjá Samfylkingunni og fá þann stól sjálfur.  Ég held að Jón Baldvin ætti aðeins að hugsa sig um og viðurkenna sinn þátt í allri þessari vitleysu og skammast sín aðeins og leyfa þeim að vinna í friði sem til þess eru hæfir.  Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á sínum tíma "Minn tími mun koma" og hann kom en tími Jóns Baldvins í stjórnmálum er farinn og kemur ekki aftur.  Jón Baldvin ætti að nota sinn tíma til að hugleiða sinn þátt í ástæðum þess að hér hrundi allt sem hrunið gat og biðja þjóðina afsökunar á sínum mistökum.  Það er það eina sem hann getur í dag gert fyrir íslenska þjóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband