Orð Davíðs

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ummæli Davíðs Oddssonar um að eignarhaldsfélög, í eigu stjórnmálammanna og þekktra manna í þjóðlífinu hefðu fengið sérþjónustu í bönkunum hljóti að kalla á hörð viðbrögð, enginn eigi að njóta forgangs í krafti stöðu eða embættis.

Ætla allir að gleypa það hrátt hvað Davíð sagði í Kastljósinu.  Ég held að fyrsta rannsóknin ætti að beinast að Davíð sjálfum og sannreyna hvort hann var að segja satt í þessu viðtali eða hreinlega að búa til sögur.


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Burtséð frá seðlabankastjóranum þá held ég að fáir dragi það í efa að stórbokkar hafi fengið sérfyrirgreiðslu í bönkunum. Það ætti að rannsaka það og stinga viðkomandi síðan í grjótið.

Þorgeir Ragnarsson 25.2.2009 kl. 17:16

2 identicon

Þar hittir þú naglann á höfuðið.

Þetta snýst ujm það hverju og hverjum við TRÚUM.

Það er ekki hægt að "púlla Denna" á þjóðina út í eitt.

Davíð benti á einhvern verri honum og þá gleyma allir því sem hann gerði sjálfur af sér.

Þetta er fyrsta flokks sölumennska undir formerkjunum "dumber than you are".

Óskar 25.2.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Landfari

Hvað meinarðu með að rannsóknin eigi að beinast að Davíð sjálfum. Hann var ekki að lána neinum. Þessar upplýsingar eru í gömlu bönkunum, þar á meðal þær sem þegar eru komnar fram í dagsljósið eins og þetta tilfelli sem talað er um í þessari frétt.

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu boggi við frétt sem staðfestir það sem fram kom hjá Dabba.

Landfari, 25.2.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þau minnisblöð sem Davíð hafði með sér og las upp úr byrjuðu öll eins eða "Davíð Oddsson sagði"  Ég er þeirrar skoðunar að hann hafi samið þetta sjálfur því ekki vildi Geir H. Haarde kannast við þessa fundi.  Það er mikill ábyrgðarhluti af Seðlabankastjóra að ef hann veit um allt þetta sem hann gaf í skin í viðtalinu, að hann skuli ekki gefa þær upplýsingar upp til réttra aðila svo hægt sé að hraða rannsókn á þeim málum.  Það má vel vera að hann hafi í samtölum við Geir lýst áhyggjum sínum af stöðu bankanna en yfirlýsingar hans í fjölmiðlum bæði hér á landi og erlendis um að allt væri í lagi með okkar bankakerfi hljóta að vega þyngra en tveggja manna tal þótt minnisblað sé skrifað á eftir.

Jakob Falur Kristinsson, 26.2.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Landfari

Það segir sig sjálft að Seðlabankastjóri, hvaða ríkis sem er, getur ekki dagt opinberlega að bankarnir séu í hættu staddir.

Það má nánast einu gilda hversu vel þeir væru staddir þeir myndu allir fara á hausinn við slík ummæli.

Hitt er svo annað að nú er komið fram að Dabbi þurfti ekki að fá samþykki ríkistjórnarinnar fyri einu né neinu. Það kom fram í Kastljósinu, ef satt er, að Seðalbankinn hafði sjálfstæða heimilt til að grípa til þeirra aðgerða sem hann taldi þurfa.

Landfari, 26.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband