Magnús Þór

Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús Þór Hafsteinsson gefur kost á sér í annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Þetta gæti verið erfður slagur hjá Magnúsi, því í sessu sæti er sjálfur "Kiddi sleggja." eða Kristinn H. Gunnarsson.


mbl.is Gefur kost á sér í 2. sæti Frjálslyndra í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sástu ekki þessa frétt Jakob?

mbl.is Kristinn: Trúnaðarbrestur olli afsögn

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta hefur alveg farið framhjá mér.

Jakob Falur Kristinsson, 26.2.2009 kl. 17:39

3 Smámynd: ThoR-E

Athyglisvert er að sjá 2 þingmenn Frjálslyndaflokksins flýja flokkinn.

Ástæðan sem gefin er fyrir þessu er trúnaðarbrestur m.a ásamt fleiru.

En mín skoðun er að þeir hafi yfirgefið flokkinn á þessum tímapunkti vegna þess að flokkurinn er að mælast með milli 1 og 2% fylgi í skoðannakönnunum.  Möguleiki er nefninlega fyrir því að flokkurinn fái ekki nóg fylgi til að ná inn þingmönnum. Það greinilega hugnast hvorki Jóni né Kristni. Eflaust vegna þess að þetta eru svo miklir hugsjónamenn...

Þannig að í stað þess að leggja ágreiningsmál sín til hliðar og mæta í kosningabaráttuna að heilum hug og að fullum krafti að þá er rokið í að skipta um flokk eflaust til að tryggja sér öruggt þingsæti. 

Óhætt er eflaust að bæta við að þessir tveir einstaklingar eiga stóran hlut í því að flokkurinn mælist með þetta lítið fylgi í könnunum. 

Þetta sýnir eflaust svart á hvítu hvaða mann þessir einstaklingar hafa að geyma.

Dapurlegt.

ThoR-E, 26.2.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála.

Jakob Falur Kristinsson, 27.2.2009 kl. 10:31

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Ég hef saknað þess að sjá ekki blogg frá þér. Hvernig er fyrir vestan? Varðandi þessa ágætu menn þá er það rétt að Kristinn H. hefur yfirgefið okkur því miður en það er óvíst hver verður í þessu sæti þar sem fara á fram póstkosning um fyrstu sætin. Bindandi fyrir fyrstu tvö sætin. Þú getur meira að segja boðið þig fram Jakob ennþá ef þú hefur áhuga á því. Kíktu endilega á xf.is . Allt um það þar. Það er himinn og haf á milli skoðana Jóns og Kristins og því ekki skrýtið að það hafi verið þröngt um þá í okkar litla flokki. Ferð þú á flokksþingið? Vorum við ekki að mælast með 2,9 % þrátt fyrir hryllilega óhróðursherferð á Útvarp Sögu sem hefur alltaf hampað Jóni M. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.2.2009 kl. 19:52

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sæ Kolbrú, ég er nú ekki fluttur vestur ennþá.  Það verður ekki fyrr en í vor.  Nei ég ætla ekki að mæta á flokksþingið.  Ástæðan er sú að ég hafði samband við Grétar Mar og bauð honum að vinna fyrir hann á kosningaskrifstofu í Reykjanesbæ, eins og ég gerði síðast.   Hann sagði að það væri verið að leita að húsnæði og myndi hafa samband aftur.  Síðan frétti ég eftir Grétari að hann væri búinn að fá í þetta starf mann frá Vestmannaeyjum og ég hef ekkert heyrt frá honum aftur.  Ég var ekki einu sinni látinn vita þegar kjördæmaþing fyrir Suðurland var haldið og stillt upp á framboðslistalista.  Ég sá það bara í blöðunum að Grétar yrði efstur.  Þessi framkoma verður til þess að ég ætla ekki að skipta mér af málum þessa flokks í bili.

Jakob Falur Kristinsson, 28.2.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ andskoti var þetta klaufalegt hjá Grétari. Það er rétt að það eru ekki komnar neina skrifstofur í gang ennþá. Ertu ekki skráður á póstlista hjá flokknum ? Ég trúi ekki öðru en það hafi verið send út fundarboð. Allavega var það þannig hjá okkur og líka auglýst á XF.is. Ég fer alltaf inn á bloggið í gegnum xf.is þannig að ég næ að fylgjast með því sem er á döfinni hverju sinni. Ég vona að þú yfirgefir okkur ekki. Við í SV þurfum á öllu okkar fólki að halda og það væri vissulega ánægjulegt að fá þig með okkur. Ég hélt að þú værir fyrir vestan og hef verið að vorkenna þér að hýrast þarna þegar veður eru válynd. Sumarið er tíminn segir einhversstaðar og þá  mun ég öfunda þig af því að vera á þessum fallegu slóðum sem Vestfirðirnir  sannarlega eru. Besta kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 10:55

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Kolbrún, ég er ekkert á leiðinni að yfirgefa flokkinn.  Ég er skráður á póstlista hjá flokknum svo það getur vel verið að þetta hafi farið framhjá mér varðandi kjördæmisþingið.  Hinsvegar finnst mér það lámark af þingmanni af hafa samband við mann ef hann vill fá stuðning áfram.  Ég hefði talið að mitt atkvæði væri ekkert verri en önnur.  Þegar ég starfaði í pólitíkinni fyrir vestan þá smöluðu þingmenn öllum sem þeir gátu á kjördæmaþing til að tryggja sem best sitt framboð.  Kannski er Grétar Mar svona öruggur með að ná kjöri núna.  En í dag er hann bara uppbótaþingmaður.

Jakob Falur Kristinsson, 28.2.2009 kl. 11:51

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Ég er sammála því að við eigum að vera í góðu sambandi við okkar fólk. Það eru hinsvegar margir sem hafa samband við þingmenn á ótrúlegasta tíma þannig að tíminn fer oft frá fólki nema það sé sérstaklega skipulagt. Nú er ég ekkert að afsaka þetta tilvik en oft hef ég ætlað að hafa samband en "dagað uppi". Á kjördæmafundinum í SV bað ég dóttur mína og tengdason að koma á fundinn og var harðlega dæmd fyrir það af ónefndum ofstopamanni í miðstjórn og reyndar fleirum og það var kallað stórkostleg smölun Sá er sjálfu mikill smalahundur og sérstakur fulltrúi lýðræðisins. Kannski hefur Grétar verið að fyrirbyggja mótframboð frá þér, hvað veit maður í þessari pólitík. Allavega hef ég ekki heyrt að hann hafi fengið mótframboð í fyrsta sæti og það finnst mér mikið metnaðarleysi á svæðinu. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 12:52

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var alvarlega að hugsa um að keppa við Grétar um 1. sætið ef ég hefði farið á kjördæmaþingið.  Ég veit um a.m.k. 3-5 menn hér á svæðinu, sem ætla ekki að koma nálægt kosningabaráttunni núna vegna Grétars.  En tveir þessara manna unnu mikið fyrir síðustu kosningar og lögðu fram fjármagn í baráttuna.  En Grétar lofaði okkur að ef hann færi á þing þá ætlaði hann að halda reglulega fundi hér á svæðinu með ákveðnum hópi manna.  En engin fundur hefur verið haldinn.  Svo eðlilega eru menn svekktir með svona vinnubrögð og ég held að þetta muni kosta hann þingsætið.

Jakob Falur Kristinsson, 2.3.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband