Landhelgisgæslan

Alveg er það til skammar þetta mikla fjársvelti hjá Landhelgisgæslunni.  Þar er bara hægt að hafa eitt varðskip á sjó í einu og stórlega dregið úr flugrekstri.  Ástandið á eftir að versla þegar hið nýja varðskip sem nú er í smíðum kemur og nýja flugvélin sem verið er að kaupa efa verða þá til peningar til að koma þeim tækjum til landsins.  Á meðan þetta ástand er hjá Gæslunni erum við nýbúin að stofna Varnamálastofnun, sem tekur til sín mikið fé.  Þetta er gert þótt vitað sé að þau verkefni sem þessi nýja stofnun á að sinna hefði ágætlega verið hægt að sinn af öðrum stofnunum sem til eru fyrir.  Þar sem Ísland er eyja eru landhelgismörk okkar landamæri.  Ég er hræddur um að það þætti skrýtið ef sum ríki sinntu ekki landamæravörslu nema annan eða þriðja hvern dag.  Nú nýverið var verið að segja upp nokkrum þyrluflugmönnum hjá Landhelgisgæslunni og í framhaldi af því sagði forstjórinn að nú væri ekki lengur hægt að hafa tvöfalda vakt til að sinna þyrluflugi í neyð.  Annars er þessi sparnaður talsvert skrýtinn því ávalt eru tilbúnar áhafnir á bæði varðskipin svo ekki lækka launin þótt legið sé í höfn.  Hinsvegar hlýtur að vera mikil hækkun á hafnargjöldum skipanna.  Þegar þyrluflugmönnunum var sagt upp sagði forstjórinn að því til viðbótar væru þó nokkrir skipherrar sem brátt færu að hætta vegna aldurs.  Á að skilja þessi orð þannig að engir verði ráðnir í stað þeirra sem hætta og þá mun ekkert varðskip fara á sjó, því ekkert varðskip fer úr höfn án skipherra.  Við erum að bjóða mikilli hættu heim ef þetta ástand verður til framtíðar hjá Landhelgisgæslunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf ráðist á garðinn sem snýr að fólkinu, ekki valdinu eða viðhaldi þess. Hvar er sparnaður Dómsmálaráðneytisins, hann  á að felast í að skera niður almannaheill.  Kjörið væri fyrir ráðuneytið hinsvegar að spara og það verulega án nokkurra vandkvæða og ótta fyrir almenning og þá sjómenn sérstaklega. Halda uppi og auka við starfsemi gæslunnar en leggja niður stofnunina "Útlendingastofnun" og spara "ÞAR" þá milljarða sem þarf.  Þar er nóg af afætum og býantanögurum, þ.e.a.s. óhæfu starfsfólki sem eru til skammar og stórs koatnaðar fyrir land og þjóð dag hvern.

Þórhallur V Einarsson 3.3.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband