Kosningar

Nú er hryllilegur tími framundan fyrir venjulegt fólk.  Þar á ég við öll prófkjörin og síðan kosningarnar.  Það má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti kosningum en allt sem er í kringum þær er óþolandi.  Fyrst byrja prófkjörin og þá fyllist hjá manni póstkassinn af bæklingum þar sem fólk er að lýsa eigin ágæti og maður hefur varla við að bera þetta drasl í ruslið, því auðvitað les þetta ekki nokkur maður.  Síðan koma kosningarnar og þá tekur nú ekki betra við.  Í stað bæklinga koma nú heilu blöðin frá flokkunum með kynningum á frambjóðendum og stefnu viðkomandi flokks.  Þessu verður maður síðan að drösla í ruslið, því það er sama með þetta og prófkjörsbæklinganna að enginn nennir að lesa þetta.  Ástæðan er sú að fólk veit af reynslunni að ekki er að marka eitt einast orð sem stendur í þessum blöðum.  Ég lít á þessar sendingar sem hreina móðgun og tel að verið sé að segja mér að ég sé hálfviti sem geti ekki ákveði sjálfur hvað ég ætli að kjósa og þurfi þess vegna aðstoð frá flokkunum.  Það mun víst verið búið að setja einhverjar reglur um hvað hver frambjóðandi má eyða í sitt prófkjör.  Þetta er misjafnt eftir kjördæmum og er hæðst í  Reykjavík er þar má hver frambjóðandi eyða kr: 7,5 milljónum.  Þetta eru nú þó nokkuð miklir peningar og einhverstaðar frá koma þeir.  Mér dettur í huga sagan af fv. sóknarpresti sem var á Bíldudal eitt sinn og fór seinna að vinna í kjötiðnaðarstöð SÍS á Kirkjusandi.  Þar átti eitt sinn leið um maður frá Bíldudal og þegar hann sá prestinn fyrrverandi fór hann til hans og spurði; "Eru þetta nú ekki talsverð viðbrigði frá því að vera sóknarprestur og fara að vinna hér erfiðisvinnu í frystiklefa."  Þá svaraði presturinn; "Ja það er nú bara svona í dag að peningarnir eru ekki lengur teknir upp úr skítnum."   Það sama mætti halda um suma frambjóðendur að hægt væri að tína peninganna upp úr skítnum.  Því enginn viðurkennir að fá styrk frá neinum aðila.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband